Mesta blóðbað frá Örlygsstaðabardaga

Tom Araya, bassaleikari og söngvari Slayer, á tónlistarhátíðinni Rock in …
Tom Araya, bassaleikari og söngvari Slayer, á tónlistarhátíðinni Rock in Rio í síðasta mánuði. AFP

Blóð Niðurtalningin er hafin; nú eru réttar þrjár vikur þangað til hið goðsögulega málmband Slayer heldur sína allra síðustu tónleika, í Forum-höllinni í Los Angeles 30. nóvember næstkomandi.

Í vikunni var ný stuttmynd, Slayer: The Repentless Killogy, frumsýnd í kvikmyndahúsum um heim allan, þar á meðal í Bíó Paradís. Þar rigndi blóði, eins og við var að búast. Raunar kvað svo fast að vígaferlum að fullyrða má að ekki hafi jafn mikið blóð runnið á svo skömmum tíma frá Örlygsstaðabardaga. Innyfli hrutu um gólf og stræti. Það er BJ McDonnell sem skrifaði handritið og leikstýrði myndinni en hann leikstýrði einnig þremur myndböndum við lög á seinustu plötu þrassgoðanna, Repentless sem kom út árið 2015.

Framan við myndina var skeytt viðtali við fjórmenningana um langa vegferð en Slayer var stofnuð í Huntington Park í Kaliforníu fyrir 38 árum. Þar var liðsmönnum efst í huga þakklæti til aðdáenda sinna en þeirri dyggu sveit hefur jafnt og þétt vaxið fiskur um hrygg gegnum tíðina, ekki síst á allra seinustu árum. Repentless er til dæmis fyrsta plata Slayer til að fara á topp vinsældalista, það var í Þýskalandi.

Eftir myndina var svo hlaðið í tveggja ára gamla upptöku frá tónleikum í téðri Forum-höll, þar sem Slayer flutti mörg af sínum þekktustu lögum. Og sendi skilaboð, svo sem Gary Holt gítarleikari, Garðar í Holti, en hann mætti til leiks í bol með áletruninni: Kill a Kardashian. Save Heavy Metal Culture.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einsettu þér að halda jafnvægi á milli einkalífs og vinnunnar og þá koma hlutirnir af sjálfu sér. Ekki missa kjarkinn þó illa gangi að fjármagna verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Torill Thorup
5
Jenny Colgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einsettu þér að halda jafnvægi á milli einkalífs og vinnunnar og þá koma hlutirnir af sjálfu sér. Ekki missa kjarkinn þó illa gangi að fjármagna verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Torill Thorup
5
Jenny Colgan