Madonna aflýsir tónleikum vegna sársauka

Madonna sýnir kunnuglega takta á Billboard tónlistarverðlaunahátíðinni í maí á …
Madonna sýnir kunnuglega takta á Billboard tónlistarverðlaunahátíðinni í maí á þessu ári í Las Vegas. Ethan Miller/Getty Images/AFP

Söngdív­an Madonna hef­ur þurft að af­lýsa þrenn­um tón­leik­um í Bost­on vegna „óbæri­legs sárs­auka“.

Madonna biður aðdá­end­ur fyr­ir­gefn­ing­ar á sam­fé­lags­miðlum sín­um þar sem hún til­kynn­ir að hún verði að af­lýsa næstu þrenn­um tón­leik­um sem fram áttu að fara í Bost­on í Madame X tón­leikaröðinni. Söng­kon­an, sem er 61 árs, seg­ist inni­lega sorg­mædd yfir þessu. „Sárs­auk­inn sem ég finn núna er bara svo óbæri­leg­ur að ég verð að hvílast og fylgja leiðbein­ing­um lækna.“

Madonna lét hjá líða að til­greina nán­ar hvað amaði að henni. Á tón­leik­um í San Francisco fyrr í þess­um mánuði sagði hún áhorf­end­um að hún væri með rifið liðband og væri illt í hnénu.

Lík­lega er þó fleira að hrjá hana því í ný­legu mynd­skeiði á In­sta­gram sagðist hún fara reglu­lega í ísbað til að vinna gegn verkj­um í lík­am­an­um.

Þeir sem áttu miða á tón­leik­ana í Bost­on fá þá end­ur­greidda en ekki verða aðrir tón­leik­ar í boði í staðinn fyr­ir þá.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Ljón

Sign icon Þú lætur ýmislegt í umhverfi þínu fara í skapið á þér og mátt ekki láta það bitna á þeim sem standa þér næstir. Ef þú gerir uppsteyt mun það koma í bakið á þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Jill Man­sell
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Ljón

Sign icon Þú lætur ýmislegt í umhverfi þínu fara í skapið á þér og mátt ekki láta það bitna á þeim sem standa þér næstir. Ef þú gerir uppsteyt mun það koma í bakið á þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Jill Man­sell
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir