Madonna aflýsir tónleikum vegna sársauka

Madonna sýnir kunnuglega takta á Billboard tónlistarverðlaunahátíðinni í maí á …
Madonna sýnir kunnuglega takta á Billboard tónlistarverðlaunahátíðinni í maí á þessu ári í Las Vegas. Ethan Miller/Getty Images/AFP

Söngdívan Madonna hefur þurft að aflýsa þrennum tónleikum í Boston vegna „óbærilegs sársauka“.

Madonna biður aðdáendur fyrirgefningar á samfélagsmiðlum sínum þar sem hún tilkynnir að hún verði að aflýsa næstu þrennum tónleikum sem fram áttu að fara í Boston í Madame X tónleikaröðinni. Söngkonan, sem er 61 árs, segist innilega sorgmædd yfir þessu. „Sársaukinn sem ég finn núna er bara svo óbærilegur að ég verð að hvílast og fylgja leiðbeiningum lækna.“

Madonna lét hjá líða að tilgreina nánar hvað amaði að henni. Á tónleikum í San Francisco fyrr í þessum mánuði sagði hún áhorfendum að hún væri með rifið liðband og væri illt í hnénu.

Líklega er þó fleira að hrjá hana því í nýlegu myndskeiði á Instagram sagðist hún fara reglulega í ísbað til að vinna gegn verkjum í líkamanum.

Þeir sem áttu miða á tónleikana í Boston fá þá endurgreidda en ekki verða aðrir tónleikar í boði í staðinn fyrir þá.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert traustur vinur og þeir sem umgangast þig vita það og einnig að þú gleymir ekki því sem gert er á þinn hlut eða þinna. Skrifaðu bestu hugmyndirnar þínar niður og farðu eftir þeim.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert traustur vinur og þeir sem umgangast þig vita það og einnig að þú gleymir ekki því sem gert er á þinn hlut eða þinna. Skrifaðu bestu hugmyndirnar þínar niður og farðu eftir þeim.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup