Sannsögulegur uppspuni

Aðalpersóna Delluferðar Sigrúnar Pálsdóttur er kokkuð upp úr ýmsum konum …
Aðalpersóna Delluferðar Sigrúnar Pálsdóttur er kokkuð upp úr ýmsum konum 19. aldar. Sagan er eins konar sannsögulegur uppspuni því allt í henni er kirfilega reist á sögulegum heimildum. mbl.is/Árni Sæberg

Fyrir stuttu kom út skáldsaga Sigrúnar Pálsdóttur sem hún nefnir Delluferðina. Í bókinni segir frá stúlkunni Sigurlínu Brandsdóttur, Jónssonar fræðimanns og skrifara frá Kotum í Skagafirði, sem þráir það heitt að komast af heimilinu og til mennta.

Í leiðinni fjallar Delluferðin um það hvernig menningarverðmæti verða til, enda kemur við sögu íslenskur forngripur, beltissproti, sem kemst í eigu Metropolitan-safnsins í New York, seldur þangað ungri íslenskri konu, Miss Selena Branson, Sigurlínu Brandsdóttur.

Löngun Sigurlínu að komast til náms er þekkt minni úr Íslandssögunni, enda fengu konur oft ekki að læra nema til heimilisverka og hannyrða, eins og Guðrún Borgfjörð (1856-1930) lýsir til að mynda í minningabók sinni. Ég nefni það við Sigrúnu að mér hafi verið hugsað til Guðrúnar snemma í Delluferðinni, en hún segir að þótt Guðrún hafi vissulega verið sér innblástur og mikilvæg heimild um ýmislegt eigi Sigurlína sér enga eina fyrirmynd. „Sigurlína er kokkuð upp úr ýmsum konum 19. aldar en segja má að saga hennar sé eins konar sannsögulegur uppspuni því allt í henni er kirfilega reist á sögulegum heimildum. Delluferðin hefði með öðrum orðum getað gerst enda liggur mikil rannsókn að baki henni.“

Raunverulegar persónur fremur hráefni

„Önnur kona sem eflaust kemur upp í huga einhverra lesenda er Sigríður Magnússon, kona Eiríks Magnússonar, en grunnhugmyndin að sögunni kviknaði líklega þegar ég rannsakaði bréfaskipti Sigríðar og fyrsta forstöðumanns Metropolitan-safnsins í New York, Luigi Palma di Cesnola, vegna sölu á íslensku silfri í lok 19. aldar. Sigríður og Sigurlína eiga hins vegar ekki annað sameiginlegt en samskipti við Cesnola og ég veit ekki af hverju ég tók þá ákvörðun að senda í skáldsögu tuttugu og fimm ára gamla stúlku á fund þessa manns í stað þess að rannsaka samskipti hans og Sigríðar. Kannski óttaðist ég þær endalausu getgátur sem sundurlaus bréfaskipti þeirra hefðu haft í för með sér. Svona spillir skáldskapurinn manni, breytir gamalli konu í unga, og 19. aldar búningasilfri í jarðfundinn beltissprota frá 11. öld.“

Nánar má lesa um þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Maður lærir vissulega að vera sjálfum sér nógur með því að útiloka aðra, en það er ekki besta leiðin. Hvettu aðra til að leggja sitt að mörkum til mannúðarmála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Maður lærir vissulega að vera sjálfum sér nógur með því að útiloka aðra, en það er ekki besta leiðin. Hvettu aðra til að leggja sitt að mörkum til mannúðarmála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir