DiCaprio svarar forseta Brasilíu

Leonardo DiCaprio.
Leonardo DiCaprio. AFP

Bandaríska Hollywood-stjarnan Leonardo DiCaprio hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem leikarinn segir að Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, fari með ósannindi þegar hann sakaði DiCaprio um að fjármagna hópa sem kveiktu nýverið elda í Amazon-frumskóginum. 

DiCaprio segir að hann muni ekki láta Bolsonaro standa í vegi fyrir því að hann lýsi yfir stuðningi við verndun frumskógarins, að því er New York Times greinir frá. 

„Á þessum tímum neyðar í Amazon styð ég íbúa Brasilíu sem vinna að því að vernda sína náttúrulegu og menningarlegu arfleifð,“ sagði DiCaprio í færslu á Instagram.

„Þau eru ótrúleg, áhrifamikil og auðmjúk dæmi um þá skuldbindingu og ástríðu sem þarf til að bjarga umhverfinu,“ skrifar leikarinn. 

Yfirlýsingin birtist degi eftir að forseti Brasilíu virtist vísa til umdeildra færslna á samfélagsmiðlum og ýja að því að náttúruverndarsamtökin World Wildlife Fund hefðu greitt fyrir ljósmyndir sem slökkviliðsmenn í sjálfboðavinnu tóku þegar miklir eldar loguðu í frumskóginum, en þeir eru sagðir hafa notað myndirnar til að óska eftir fjárstuðningi, þar á meðal 500.000 dala framlagi frá DiCaprio. 

Bolsonaro lét hafa eftirfarandi eftir sér um DiCaprio fyrir framan forsetahöllina í Brasilíu: „Svalur gaur, ekki satt? Gefur fjármuni til að brenna Amazon.“

Ummæli forsetans um frjáls félagasamtök féllu eftir að fjórir sjálfboðaliðar í slökkviliði Alter do Chão voru handteknir á þriðjudag. Þeir voru sakaðir um að kveikja elda í þeim tilgangi að taka ljósmyndir og selja þær síðan. 

Margir, m.a. stjórnmálamenn og ýmis samtök, fordæmdu handtökurnar en litið er á þær sem enn eitt skref forsetans í því að ofsækja þessa hópa. 

DiCaprio sagði ennfremur að hann hefði ekki fjármagnað umrædda hópa þó að þeir ættu skilið stuðning. Hann sagðist vera stoltur af því að standa með hópum sem stæðu vörð um „þessi óbætanlegu vistkerfi“.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einsettu þér að halda jafnvægi á milli einkalífs og vinnunnar og þá koma hlutirnir af sjálfu sér. Ekki missa kjarkinn þó illa gangi að fjármagna verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einsettu þér að halda jafnvægi á milli einkalífs og vinnunnar og þá koma hlutirnir af sjálfu sér. Ekki missa kjarkinn þó illa gangi að fjármagna verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup