Ungliðahreyfingar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar hafa undanfarna daga tekist á um fjölmiðlafrumpvarp Lilju Alfreðsdóttur á samfélagsmiðlum. Það sem athygli vekur er að deilurnar eru í bundnu máli og vísa til Jólasveinakvæðis Jóhannesar úr Kötlum. Reglur bragfræðinnar vefjast þó töluvert meira fyrir stjórnmálafólkinu en Jóhannesi.
Ungir sjálfstæðismenn hófu leikinn á miðvikudagskvöldið og settu inn eftirfarandi kvæði.
Stekkjastaur kemur í kvöld! pic.twitter.com/nscODN4cnJ
— Ungir sjálfstæðism. (@ungirxd) December 11, 2019
Kvæðið vakti töluverða athygli á Twitter en Samband ungra framsóknarmanna svaraði þá með eftirfarandi kvæði og merkti SUS í færsluna.
— SUF (@ungirframsokn) December 12, 2019
Í gærkvöldi setti Samband ungra sjálfstæðismanna inn kvæðið um Giljagaur.
Einkareknum fjölmiðlum er aðeins heimilt að sýna 12 mínútur af sjónvarpsauglýsingum fyrir hverja klukkustund. Til hvers? Hver er betur til þess fallinn að meta þolmörk áhorfenda fyrir sjónvarpsauglýsingum en fjölmiðillinn sjálfur? pic.twitter.com/xjbjOiSdwD
— Ungir sjálfstæðism. (@ungirxd) December 12, 2019
Ungir jafnaðarmenn blönduðu sér svo í umræðuna með lengra kvæði og vísa ekki til neins ákveðins jólasveins heldur skjóta fast á ungliðahreyfingu Sjálfstæðisflokksins.
Okkar framlag 🎅 Gleðilega hátíð 🎄 pic.twitter.com/rb2yTLNupU
— Ungir jafnaðarmenn (@ungjofn) December 12, 2019