Klipptu Trump út úr Home Alone

Donald Trump sést hér í Hvíta húsinu.
Donald Trump sést hér í Hvíta húsinu. AFP

Ríkissjónvarpið í Kanada, CBC, klippti út atriði með Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, úr kvikmyndinni Home Alone 2: Lost in New York sem sýnd var í desember. Talsmaður CBC, Chuck Thompson, segir að myndin, sem er tvær klukkustundir að lengd, hafi verið stytt um 8 mínútur til þess að skapa rými fyrir auglýsingar. Hann segir að breytingarnar hafi verið gerðar árið 2014 eða áður en Trump var kjörinn forseti Bandaríkjanna. Þetta tengist ekki pólitík á nokkurn hátt. 

Stuðningsmenn Trump hafa gagnrýnt mjög að hann skuli hafa verið klipptur úr myndinni, samkvæmt frétt BBC, en sonur hans, Donald Trump Jr, fjallar um þetta á Twitter í gær. Segir hann ákvörðun CBC vera lágkúrulega.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notaðu dagbókina þína, þú veist, þessa sem einhver keypti handa þér fyrir óralöngu. Maki þinn eykur tekjur sínar og fólk kemur til þín færandi hendi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notaðu dagbókina þína, þú veist, þessa sem einhver keypti handa þér fyrir óralöngu. Maki þinn eykur tekjur sínar og fólk kemur til þín færandi hendi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar