Segist stunda kynlíf á hverju kvöldi

Kelly Clarkson.
Kelly Clarkson. AFP

Söngkonan Kelly Clarkson bauð söngkonunni Brynn Cartelli að spyrja sig að hverju sem væri í þætti sínum The Kelly Clarkson Show. Clarkson neyddist til að svara hvað væri það síðasta sem hún gerði áður en hún færi að sofa. 

Clarkson fór að hlæja þegar hún var spurð spurningarinnar og nokkuð ljóst að Clarkson var ekki að hugsa um hvaða næturkrem hún notaði. 

 „Ég var einhleyp í mörg ár,“ sagði Clarkson og hélt áfram. „Ég á börn og hvernig fólk býr til börn er yfirleitt það sem ég geri áður en ég fer að sofa.“

Clarkson tók fram að þetta væri ekki lygi en Clarkson er gift Brandon Blackstock. Eiga þau hjónin börnin River sem er fimm ára og Remy sem er þriggja ára. 

 „Það er satt og það er ekki skrítið. Það er náttúrulegt,“ sagði söngkonan. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu þér far um að vera jafn praktískur og þú ert tilfinninganæmur. Reyndu að sýna fyrirmennum eða yfirboðurum almennt kurteisi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu þér far um að vera jafn praktískur og þú ert tilfinninganæmur. Reyndu að sýna fyrirmennum eða yfirboðurum almennt kurteisi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir