Konungsfjölskyldan sármóðguð

Breska konungsfjölskyldan er sármóðguð vegna ákvörðunar Harry Bretaprins og eig­in­konu hans Meg­h­an Markle, her­togaynju af Sus­sex, um að draga sig í hlé frá hefðbundn­um störf­um kon­ungs­fjöl­skyld­unn­ar og eyða meiri tíma í Norður-Am­er­íku.

Hjónin sendu frá sér tilkynningu þess efnis í gær og svo virðist sem þau hafi ekki ráðfært sig við neinn í konungsfjölskyldunni, hvorki Elísabetu Englandsdrottningu né Karl Bretaprins, föður Harry, áður en þau greindu frá ákvörðuninni, sem kom því öllum í Buckingham-höll í opna skjöldu. 

Jonny Dymond, konunglegur fréttaritari BBC, segir það augljóst að mikil vonbrigði ríki innan konungsfjölskyldunnar um ákvörðun hertogahjónanna, en þau eru ný­kom­in úr sex vikna fríi þar sem þau sinntu eng­um op­in­ber­um störf­um.

Í tilkynningu frá höllinni segir að vinna þurfi úr „flóknum málum“ í kjölfar þess að hjónin muni draga sig í hlé. 

Harry Bretaprins og Meghan Markle, hertogahjónin af Sussex. Óvíst er …
Harry Bretaprins og Meghan Markle, hertogahjónin af Sussex. Óvíst er hvort þau haldi titlum sínum eftir að þau ákváðu að draga sig í hlé frá opinberum skyldum konungsfjölskyldunnar. AFP

Gullparið lætur gott heita

„Gullparið hefur ákveðið að láta gott heita,“ segir Dymond, sem hefur fylgt hjónunum eftir í opinberum heimsóknum þeirra síðustu misseri. Hann segir það augljóst að Harry og Meghan hafi ekki verið hrifin af ýmsum skyldum sem fylgdu slíkum heimsóknum og því ætti ákvörðun þeirra um að draga sig í hlé ekki að koma á óvart. Óvíst er hvort þau muni halda titlum sínum sem hertogahjón af Sussex vegna ákvörðunarinnar.

„Harry var góður í fjölmenni, en hann þoldi ekki formlegar athafnir eða myndavélar. Meghan hefur sagt að hún vilji ekki vera raddlaus toppfígúra en í hvert sinn sem hún tjáði sig var hún gagnrýnd. Það er einfaldlega of margt sem því fylgir að vera konunglegur sem þau kunnu ekki við,“ segir Dymond, í myndskeiðinu sem sjá má hér að neðan:


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir