Konungsfjölskyldan sármóðguð

00:00
00:00

Breska kon­ungs­fjöl­skyld­an er sár­móðguð vegna ákvörðunar Harry Bretaprins og eig­in­konu hans Meg­h­an Markle, her­togaynju af Sus­sex, um að draga sig í hlé frá hefðbundn­um störf­um kon­ungs­fjöl­skyld­unn­ar og eyða meiri tíma í Norður-Am­er­íku.

Hjón­in sendu frá sér til­kynn­ingu þess efn­is í gær og svo virðist sem þau hafi ekki ráðfært sig við neinn í kon­ungs­fjöl­skyld­unni, hvorki Elísa­betu Eng­lands­drottn­ingu né Karl Bretaprins, föður Harry, áður en þau greindu frá ákvörðun­inni, sem kom því öll­um í Buck­ing­ham-höll í opna skjöldu. 

Jonny Dymond, kon­ung­leg­ur frétta­rit­ari BBC, seg­ir það aug­ljóst að mik­il von­brigði ríki inn­an kon­ungs­fjöl­skyld­unn­ar um ákvörðun her­toga­hjón­anna, en þau eru ný­kom­in úr sex vikna fríi þar sem þau sinntu eng­um op­in­ber­um störf­um.

Í til­kynn­ingu frá höll­inni seg­ir að vinna þurfi úr „flókn­um mál­um“ í kjöl­far þess að hjón­in muni draga sig í hlé. 

Harry Bretaprins og Meghan Markle, hertogahjónin af Sussex. Óvíst er …
Harry Bretaprins og Meg­h­an Markle, her­toga­hjón­in af Sus­sex. Óvíst er hvort þau haldi titl­um sín­um eft­ir að þau ákváðu að draga sig í hlé frá op­in­ber­um skyld­um kon­ungs­fjöl­skyld­unn­ar. AFP

Gullp­arið læt­ur gott heita

„Gullp­arið hef­ur ákveðið að láta gott heita,“ seg­ir Dymond, sem hef­ur fylgt hjón­un­um eft­ir í op­in­ber­um heim­sókn­um þeirra síðustu miss­eri. Hann seg­ir það aug­ljóst að Harry og Meg­h­an hafi ekki verið hrif­in af ýms­um skyld­um sem fylgdu slík­um heim­sókn­um og því ætti ákvörðun þeirra um að draga sig í hlé ekki að koma á óvart. Óvíst er hvort þau muni halda titl­um sín­um sem her­toga­hjón af Sus­sex vegna ákvörðun­ar­inn­ar.

„Harry var góður í fjöl­menni, en hann þoldi ekki form­leg­ar at­hafn­ir eða mynda­vél­ar. Meg­h­an hef­ur sagt að hún vilji ekki vera radd­laus topp­fíg­úra en í hvert sinn sem hún tjáði sig var hún gagn­rýnd. Það er ein­fald­lega of margt sem því fylg­ir að vera kon­ung­leg­ur sem þau kunnu ekki við,“ seg­ir Dymond, í mynd­skeiðinu sem sjá má hér að neðan:


mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Krabbi

Sign icon Í stað þess að einblína á tréin sérðu loks skóginn. Hugsaðu um alla sem þú hefur hitt vegna sambands við eina manneskju.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Torill Thorup
3
Arn­ald­ur Indriðason
4
Lone Theils
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Krabbi

Sign icon Í stað þess að einblína á tréin sérðu loks skóginn. Hugsaðu um alla sem þú hefur hitt vegna sambands við eina manneskju.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Torill Thorup
3
Arn­ald­ur Indriðason
4
Lone Theils