„Takk öllsömul fyrir heillaóskirnar og ástina síðustu viku!“ segir Hildur Guðnadóttir tónskáld í færslu á Twitter.
Rúm vika er síðan Hildur hlaut Golden Globe-verðlaunin fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Joker og í dag hlaut hún tilnefningu til Óskarsverðlauna í flokki bestu kvikmyndatónlistarinnar.
Hildur segir í færslunni að hún eigi örlítið erfitt með að gera sér grein fyrir atburðum síðustu daga en segir það yndislegt að fagna með starfsfélögum sínum. Þá er hún afar þakklát fyrir stuðninginn sem hún hefur fengið frá fjölskyldu og vinum síðustu daga. „Ástin sigrar!“ segir Hildur m.a. í færslunni.
Óskarsverðlaunin verða afhent 9. febrúar í Dolby-leikhúsinu í Hollywood í Los Angeles.
THANK YOU for all the well wishing and love this last week! I haven't gotten my head around everything that's been happening, it was wonderful to celebrate so many of my colleagues work in person & it's wonderful to feel all this love from family and friends from afar! LOVE WINS!
— Hildur Gudnadottir (@hildurness) January 13, 2020