„Ástin sigrar“

Hildur Guðnadóttir tónskáld er tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir tónlist sína …
Hildur Guðnadóttir tónskáld er tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Joker. AFP

„Takk öllsömul fyrir heillaóskirnar og ástina síðustu viku!“ segir Hildur Guðnadóttir tónskáld í færslu á Twitter. 

Rúm vika er síðan Hildur hlaut Golden Globe-verðlaunin fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Joker og í dag hlaut hún tilnefningu til Óskarsverðlauna í flokki bestu kvikmyndatónlistarinnar. 

Hildur segir í færslunni að hún eigi örlítið erfitt með að gera sér grein fyrir atburðum síðustu daga en segir það yndislegt að fagna með starfsfélögum sínum. Þá er hún afar þakklát fyrir stuðninginn sem hún hefur fengið frá fjölskyldu og vinum síðustu daga. „Ástin sigrar!“ segir Hildur m.a. í færslunni. 

Óskarsverðlaunin verða afhent 9. febrúar í Dolby-leikhúsinu í Hollywood í Los Angeles.  


 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sumt af því sem þú ert að reyna að afreka er mjög djarft, kannski af því að þú veist að það mun hefja keðjuverkun og líf þitt verður aldrei samt. Vertu opin/n fyrir skoðunum annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sumt af því sem þú ert að reyna að afreka er mjög djarft, kannski af því að þú veist að það mun hefja keðjuverkun og líf þitt verður aldrei samt. Vertu opin/n fyrir skoðunum annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir