Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens leggur til að 1. febrúar verði gerður að degi íslenskra munnmaka.
Þetta skrifar Bubbi í færslu sinni á Twitter og bætir við að það eina sem þurfi sé ástin. Dagur íslenskra munnmaka er ekki í íslensku almanaki en það er þó aldrei að vita hvort dagurinn verði tekinn upp líkt og Bubbi leggur til.
Dagur íslenskrar tungu er hins vegar til en þar er átt við tungumálið en ekki líkamshlutann sjálfan. Þó hefur margur spéfuglinn í gegnum tíðina grínast með að á þeim degi sé átt við líkamshlutann.
Ég legg til að 1 febrúar verði dagur íslenskra munnmaka ást er allt sem þarf❤️
— Bubbi Morthens (@BubbiMorthens) January 21, 2020