Terry Jones látinn

Terry Jones árið 2012. Hann er einna þekktastur fyrir að …
Terry Jones árið 2012. Hann er einna þekktastur fyrir að vera hluti spéfuglanna í Monty Python. AFP

Velski leik­stjór­inn, leik­ar­inn og spé­fugl­inn Terry Jo­nes er lát­inn, 77 ára að aldri, en umboðsmaður hans greindi frá þessu. Jo­nes er einna þekkt­ast­ur fyr­ir að hafa verið hluti breska grín­hóps­ins Monty Python. 

Monty Python-gengið árið 2013. Frá vinstri: Michael Palin, Eric Idle, …
Monty Python-gengið árið 2013. Frá vinstri: Michael Pal­in, Eric Idle, Terry Jo­nes, Terry Gilliam og John Cleese. AFP

Fjöl­skylda leik­ar­ans hef­ur einnig sent frá sér dán­ar­til­kynn­ingu þar sem seg­ir að Jo­nes hafi and­ast í gær­kvöldi við hlið eig­in­konu sinn­ar, Önnu Söder­ström, eft­ir að hafa glímt við sjald­gæft af­brigði elli­glapa, FTD (e. frontotemporal dementia). Þetta kem­ur fram á vef BBC.

Jones var einstaklega fjölhæfur maður, leikstýrði og lék m.a. í …
Jo­nes var ein­stak­lega fjöl­hæf­ur maður, leik­stýrði og lék m.a. í kvik­mynd­um, skrifaði bæk­ur og kvik­mynda­hand­rit og orti ljóð. AFP

 

 

„Und­an­farna daga hafa eig­in­kona hans, börn, nán­ustu ætt­ingj­ar og marg­ir nán­ir vin­ir verið stöðugt hjá Terry er hon­um hrakaði smátt og smátt á heim­ili sínu í Norður-London,“ seg­ir einnig í yf­ir­lýs­ing­unni. Þau segj­ast hafa misst góðhjartaðan, skap­andi og fynd­inn mann sem með gáf­um sín­um og flug­beitt­um húm­or skemmti millj­ón­um um all­an heim í sex ára­tugi. 

Þau segja enn frem­ur að það sem hann skapaði með Monty Python, bæk­urn­ar sem hann skrifaði, ljóðin sem hann orti, kvik­mynd­irn­ar sem hann leik­stýrði o.fl. muni áfram lifa góðu lífi, og standa sem minn­is­varðar um ein­stak­lega fjöl­hæf­an mann. 

Terry Jones ásamt félögum í Cannes í Frakklandi árið 1983 …
Terry Jo­nes ásamt fé­lög­um í Cann­es í Frakklandi árið 1983 þegar þeir voru að kynna gam­an­mynd­ina Monty Python-The Me­an­ing of Life. AFP
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Fiskar

Sign icon Tækifæri dagsins eru ekki sérlega girnileg, eiginlega sjúskuð. Meiri tími út af fyrir þig er forsenda þín fyrir hamingju í sambandi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Fiskar

Sign icon Tækifæri dagsins eru ekki sérlega girnileg, eiginlega sjúskuð. Meiri tími út af fyrir þig er forsenda þín fyrir hamingju í sambandi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir