Hildur Guðnadóttir tónskáld hlaut í kvöld Grammy-verðlaun fyrir tónlist sína við sjónvarpsþáttaröðina Chernobyl.
Tónlist Hildar í þáttunum geysivinsælu um Chernobyl hefur hlotið mikið lof og hefur hún þegar hlotið Emmy-verðlaun og World Soundtrack-verðlaun fyrir hljóðverkið, sem Hildur skapaði með hljóðum úr kjarnorkuveri og eigin rödd, en engum hljóðfærum, eins og hún lýsti í ítarlegu viðtali við Morgunblaðið í sumar.