Hildur velkomin á Bessastaði

Hildur Guðnadóttir ásamt eiginmanni sínum, Sam Slater, á Óskarsverðlaunahátíðinni í …
Hildur Guðnadóttir ásamt eiginmanni sínum, Sam Slater, á Óskarsverðlaunahátíðinni í nótt. AFP

Forseti Íslands segir að Hildur Guðnadóttir, sem vann Óskarsverðlaunin í nótt fyrst Íslendinga, sé velkomin á Bessastaði.

„Hún væri svo sannarlega velkomin hingað og vonandi getum við Eliza fengið hana og hennar fólk í heimsókn einn daginn,“ segir Guðni Th. Jóhannesson, spurður hvort hann sé búinn að bjóða henni á Bessastaði í ljósi árangursins, en hann hefur þegar sent henni hamingjuóskir. 

Bessastaðir.
Bessastaðir. mbl.is/​Hari

Hvernig leið þér þegar þú fréttir af þessu?

„Ég varð auðvitað mjög glaður fyrir hennar hönd og okkar allra sem fyllumst stolti yfir velgengni landa okkar á erlendum vettvangi. En svo seig höfgi nú á og maður sofnaði aftur sæll,“ segir hann og nefnir að hann hafi vaknað óvart stuttu eftir að úrslitin höfðu verið kynnt.

Hann segir að Hildur hafi verið glæsileg í hógværð sinni í þakkarávarpinu á hátíðinni „en skilaboðin til stúlkna að láta rödd sína hljóma voru eins sterk og hún er sjálf auðmjúk.“

Beinir kastljósinu að öflugu tónlistarlífi 

Spurður út í þýðingu árangurs Hildar fyrir Íslendinga segir hann afrekið vera hennar einnar þótt hún njóti þess að sjálfsögðu að hafa gott fólk í kringum sig sem hafi stutt hana á listabrautinni. „En eflaust beinir þessi heiður hennar kastljósinu að einhverju leyti að öflugu tónlistarlífi á Íslandi og öðrum Íslendingum sem hafa náð góðum árangri í þessum geira. Þar má bæði nefna klassíska tónlist og aðra iðju, rokk og popp, djass og hvaðeina. Nú erum við skiljanlega mest með hugann við kvikmyndatónlist og þá hugsar maður til Jóhanns heitins Jóhannssonar, vinar Hildar, og hans seiðmögnuðu tónsmíða,“ segir forsetinn.

Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands.
Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir