Sjálfhverf heimsmynd mannsins

Phoenix hefur gjarnan notað sviðsljósið til þess að vekja athygli …
Phoenix hefur gjarnan notað sviðsljósið til þess að vekja athygli á óréttlæti og var ræða hans í þessu skærasta sviðsljósi heims þar engin undantekning. AFP

„Guð, ég er fylltur svo miklu þakklæti núna. Og mér líður ekki eins og ég sé ofar hinum sem tilnefndir voru með mér eða nokkrum í þessum sal af því við deilum sömu ást, ást á kvikmyndum, og þessi tjáningaraðferð hefur gefið mér frábært líf. Ég veit ekki hvar ég væri án hennar. En ég held að besta gjöfin sem mér hefur verið gefin, líkt og mörgum okkar í þessum sal, sé tækifærið til að nota rödd okkar í þágu hinna raddlausu.“

Svona hóf stórleikarinn Joaquin Phoenix þakkarræðu sína á Óskarsverðlaununum í nótt, þar sem hann hlaut verðlaun fyrir aðalhlutverk sitt í kvikmyndinni Joker, einmitt þeirri sömu og Hildur okkar Guðnadóttir hlaut verðlaun fyrir.

Phoenix hefur gjarnan notað sviðsljósið til þess að vekja athygli á óréttlæti og var ræða hans í þessu skærasta sviðsljósi heims þar engin undantekning. „Ég held að stundum líði okkur, eða að okkur sé látið líða þannig, að við séum talsmenn mismunandi málefna, en ef ég tala fyrir sjálfan mig, þá sé ég að við erum öll í sama liði.“

Baráttan gegn misrétti

„Ég held það sé sama hvort litið sé til jafnréttis kynjanna, kynþáttafordóma, réttinda hinsegin fólks, réttinda frumbyggja eða dýraréttinda, þá sé viðfangsefnið barátta gegn misrétti. Við erum að tala um baráttuna gegn þeirri trú að ein þjóð, einn þjóðflokkur, eitt kyn eða ein dýrategund hafi rétt til þess að drottna yfir, stjórna og hagnýta aðra hópa að vild.“

Phoenix sagði að margir væru búnir að missa tengingu sína við náttúruna og að margir ættu það sameiginlegt að heimssýn þeirra væri sjálfsmiðuð. 

Phoenix var augljóslega mikið niðri fyrir.
Phoenix var augljóslega mikið niðri fyrir. AFP

„Við trúum því að við séum miðpunktur alheimsins. Við förum út í náttúruna og við förum um hana ránshendi. Okkur finnst við hafa rétt til þess að sæða kú og þegar hún fæðir stelum við barninu hennar, jafnvel þó að angistargrátur hennar sé auðheyrilegur. Og svo tökum við mjólkina hennar sem er ætluð kálfinum hennar og við setjum hana í kaffið okkar og á morgunkornið.“

„Ég held við séum hrædd við að gera breytingar hjá sjálfum okkur af því við höldum að við þurfum að fórna einhverju, en einn besti eiginleiki mannfólksins er einmitt hugvitsemin,“ sagði Phoenix. „Ég trúi því að þegar við notum ást okkar og samkennd sem meginreglu getum við skapað, þróað og innleitt kerfi breytinga sem koma sér vel fyrir allar skyni bornar verur og umhverfið.“

Ég hef verið illmenni

„Ég hef verið ilmenni. Ég hef verið sjálfselskur, ég hef stundum verið illgjarn erfiður samstarfsfélagi og ég er þakklátur fyrir það hve mörg ykkar hafa gefið mér annað tækifæri.“

Phoenix sagði það einmitt lausnina við flestum vandamálum mannsins, að styðja við í stað þessa útiloka hver annan fyrir mistök fortíðarinnar. „Þegar við hjálpum hvert öðru að vaxa, þegar við fræðum hvert annað, þegar við leiðbeinum hvert öðru í átta að endurlausn. Það er besti eiginleiki mannfólksins. Þegar hann var 17 ára sagði bróðir minn við mig: hlauptu til bjargar með ást og friður mun fylgja. Takk fyrir.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir