Þúsundir könnuðu hvort Hildur væri frænka þeirra

Eftir að Hildur Guðnadóttir hampaði Óskarnum á sviðinu í Los …
Eftir að Hildur Guðnadóttir hampaði Óskarnum á sviðinu í Los Angeles á sunnudagskvöld röktu hátt á þriðja þúsund manns sig saman við hana á Íslendingabók. mbl.is/Samsett mynd

Hátt á þriðja þúsund manns röktu sig sam­an við Hildi Guðna­dótt­ur á Íslend­inga­bók í gær, 10. fe­brú­ar, eft­ir að þjóðin vaknaði að morgni við þær frétt­ir að Hild­ur hefði þá um nótt­ina orðið fyrsti Íslend­ing­ur­inn til þess að hljóta Óskar­sverðlaun.

Í svari frá Íslenskri erfðagrein­ingu, sem held­ur úti Íslend­inga­bók ásamt Friðriki Skúla­syni, seg­ir að leit­in að ætt­artengsl­um við Hildi hafi aukið tals­vert um­ferð um vef­inn, en hún var rúm­lega fjórðungi meiri í gær en á venju­leg­um mánu­degi.

Hundruð not­enda Íslend­inga­bók­ar höfðu áður rakið sig sam­an við tón­skáldið sig­ur­sæla dag­ana áður en hún hlaut Óskar­inn, en á sunnu­dag­inn, 9. fe­brú­ar, röktu 314 manns sig sam­an við hana og um­ferðin var fimm pró­sent­um meiri en á venju­leg­um degi.

„Til ham­ingju frænka“

Á sam­fé­lags­miðlum hafa ýms­ir deilt niður­stöðum úr þess­ari leit frá því að Hild­ur hampaði stytt­unni gullnu á sviðinu í Los Ang­eles. Jón Gn­arr, grín­isti og fyrr­ver­andi borg­ar­stjóri Reykja­vík­ur, sagðist stolt­ur af frænku sinni, en þau eru ní­menn­ing­ar.

Krist­inn R. Ólafs­son, út­varps­maður, þýðandi og leiðsögumaður, svar­ar svo Jóni, „syngj­andi glaður“ og seg­ist hafa bet­ur í þeirri keppni sem ætt­artengsl við Óskars­haf­ann eru, eða eru ekki.

Hið minnsta er Krist­inn skyld­ur Hildi í sjö­unda og átt­unda ættlið og því nokkuð skyld­ari henni en Jón, sem biður fyr­ir kveðju til frænku.

Tóm­as Stein­dórs­son, plötu­snúður og Twitter-spé­fugl, rakti sig einnig sam­an við Hildi á Twitter og komst að því að hann væri skyld­ur tón­skáld­inu í átt­unda ættlið.

„Til ham­ingju frænka,“ skrifaði Tóm­as svo til fylgj­enda sinna á Twitter. Við erum jú öll skyld.



mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Sporðdreki

Sign icon Til þess að sambönd þín gangi upp þarft þú að sýna jafn mikla fórnfýsi og aðrir sýna þér. Gefðu þér tíma til að sinna sjálfum þér þótt aðrir kalli á athygli þína.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jill Man­sell
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
5
Col­leen Hoo­ver
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Sporðdreki

Sign icon Til þess að sambönd þín gangi upp þarft þú að sýna jafn mikla fórnfýsi og aðrir sýna þér. Gefðu þér tíma til að sinna sjálfum þér þótt aðrir kalli á athygli þína.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jill Man­sell
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
5
Col­leen Hoo­ver