Daði Freyr og Gagnamagnið framlag Íslands í ár

Daði og Gagna­magnið verða framlag Íslands í Eurovision í ár …
Daði og Gagna­magnið verða framlag Íslands í Eurovision í ár með lagið Think about things. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Daði Freyr og Gagnamagnið með lagið Think about things verða framlag Íslands í Eurovision-keppninni í ár sem fram fer í Rotterdam í Hollandi. Þetta varð ljóst nú rétt í þessu á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar.

Fimm lög kepptu til úrslita, en það voru Ísold & Helga – Meet me hal­fway, Daði Freyr og Gagna­magnið – Think about things, Nína – Echo, Ída – Ocul­is vi­d­ere og Dimma - Al­myrkvi.

Dimma og Daði Freyr og Gagnamagnið komust í úrslitaeinvígið og eftir endurflutning þeirra á lögum sínum var aftur símakosning. Fór svo að lokum að Daði Freyr og Gagnamagnið stóðu uppi sem sigurvegarar og fara því fyrir Íslands hönd í aðalkeppnina sem fram fer í maí.

Þetta er annað árið sem Daði Freyr og Gagnamagnið taka þátt í Söngvakeppninni, en fyrir tveimur árum enduðu þau í öðru sæti. Nú eru þau hins vegar á leiðinni út í aðalkeppnina.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir