Íslandi nú spáð þriðja sæti

Líkur á sigri Íslands eru sagðar 6% samkvæmt stuðlum veðbanka.
Líkur á sigri Íslands eru sagðar 6% samkvæmt stuðlum veðbanka. Skjáskot/Eurovision World

Íslandi er nú spáð þriðja sæti í Eurovision samkvæmt samantekt vefsíðunnar Eurovision World, sem samkeyrir stuðla frá öllum helstu veðbönkum sem bjóða upp á veðmál um lokakeppni söngvakeppninnar.

Ísland hefur þannig rokið upp spálista vefsíðunnar, en framlagi okkar var spáð 12. sæti í gær áður en ljóst varð hvaða atriði yrði fyrir valinu. Sigurlíkur lagsins Think about things með Daða og Gagnamagninu eru nú sagðar 6%.

Aðeins Litháen og Rúmenía eru ofar Íslandi á listanum.

Daði og félagar voru ánægðir með flutninginn í gær.
Daði og félagar voru ánægðir með flutninginn í gær. mbl.is/Eggert
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir