Minnast þess að Gagnamagnið sniðgekk Ísrael

Liðsmenn Hatara afhentu Daða Frey og Gagnamagninu verðlaunagrip á sviðinu …
Liðsmenn Hatara afhentu Daða Frey og Gagnamagninu verðlaunagrip á sviðinu í gærkvöldi. Ísraelar minnast þess að Gagnamagnið tók ákvörðun um að sniðganga söngvakeppnina í fyrra. mbl.is/Eggert

„Ísland ætlar að senda annan and-ísraelskan fulltrúa í Eurovision,“ segir í fyrirsögn ísraelska fjölmiðilsins Jerusalem Post í dag, en þar er fjallað um úrslit söngvakeppninnar sem fram fór í gær.

Rifjað er upp að Daði Freyr og Gagnamagnið tóku ekki þátt í undankeppninni hér heima í fyrra, þar sem lokakeppni Eurovision fór fram í Tel Aviv í Ísrael, vegna andstöðu sinnar við framgöngu stjórnvalda í Ísrael.

„Við getum ekki ímyndað okkur að taka þátt í eurovisiongleðinni með góðri samvisku á meðan Ísraelsríki og þeirra her beitir Palestínumenn hrottalegu ofbeldi í næsta nágrenni,“ sagði í yfirlýsingu Gagnamagnsins á þeim tíma, en sveitin skoraði einnig á Ríkisútvarpið að sniðganga keppnina í Ísrael.

Jerusalem Post gerir sér mat úr þessu, sem áður segir, og fjallar einnig um að hljómsveitin Hatari hafi komið fram með palestínska þjóðfánann í baksýn er þeir komu fram með palestínska tónlistarmanninum Bashar Murad á stóra sviðinu í Laugardalshöllinni í gærkvöldi.



mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson
Loka