Minnast þess að Gagnamagnið sniðgekk Ísrael

Liðsmenn Hatara afhentu Daða Frey og Gagnamagninu verðlaunagrip á sviðinu …
Liðsmenn Hatara afhentu Daða Frey og Gagnamagninu verðlaunagrip á sviðinu í gærkvöldi. Ísraelar minnast þess að Gagnamagnið tók ákvörðun um að sniðganga söngvakeppnina í fyrra. mbl.is/Eggert

„Ísland ætlar að senda annan and-ísraelskan fulltrúa í Eurovision,“ segir í fyrirsögn ísraelska fjölmiðilsins Jerusalem Post í dag, en þar er fjallað um úrslit söngvakeppninnar sem fram fór í gær.

Rifjað er upp að Daði Freyr og Gagnamagnið tóku ekki þátt í undankeppninni hér heima í fyrra, þar sem lokakeppni Eurovision fór fram í Tel Aviv í Ísrael, vegna andstöðu sinnar við framgöngu stjórnvalda í Ísrael.

„Við getum ekki ímyndað okkur að taka þátt í eurovisiongleðinni með góðri samvisku á meðan Ísraelsríki og þeirra her beitir Palestínumenn hrottalegu ofbeldi í næsta nágrenni,“ sagði í yfirlýsingu Gagnamagnsins á þeim tíma, en sveitin skoraði einnig á Ríkisútvarpið að sniðganga keppnina í Ísrael.

Jerusalem Post gerir sér mat úr þessu, sem áður segir, og fjallar einnig um að hljómsveitin Hatari hafi komið fram með palestínska þjóðfánann í baksýn er þeir komu fram með palestínska tónlistarmanninum Bashar Murad á stóra sviðinu í Laugardalshöllinni í gærkvöldi.



mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup