Kanntu að taka Robert Plant-mynd?

Robert Plant á tónleikum í Laugardalshöll.
Robert Plant á tónleikum í Laugardalshöll. Þorvaldur Örn Kristmundsson

„Versta ljósmyndin mín var tekin þegar ég vann í fyrsta skipti með Led Zeppelin árið 1979. Ég var ungur að árum og þótti mikið til þeirra kappa koma. Robert Plant kom upp að mér og spurði: „Kanntu að taka Robert Plant-mynd?“ Síðan ýtti hann í bringuna á mér og sagði mjög kvikindislega: „Snöggt.““

Þetta segir breski rokkljósmyndarinn Ross Halfin. Hann vann mikið með Led Zeppelin meðan rokktröllin voru og hétu. Það byrjaði þó ekki vel, eins og hann lýsir í The Guardian: 

„Ég var að taka myndir fyrir tímaritið Sounds og tók myndina. Ég var á hinn bóginn svo taugaóstyrkur að ég tók myndina hans Plants en ekki mína. Ég fór að hans vilja og útkoman var ákaflega óspennandi. Strax á eftir hugsaði ég með mér: Þetta verður í fyrsta og síðasta skipti sem ég læt segja mér fyrir verkum og við það hef ég staðið. Ég var svo bláeygur að ég gaf eftir. Látið menn aldrei komast upp með þetta, því þá verður portrettið ykkar drepleiðinlegt.“

Ross Halfin (t.h.) ræðir við Kirk Hammett, gítarleikara Metallica. Hann …
Ross Halfin (t.h.) ræðir við Kirk Hammett, gítarleikara Metallica. Hann hefur unnið mikið með þeirri sveit. AFP


Fall er fararheill og Halfin átti eftir að mynda Plant og félaga margoft. Í viðtalinu kemur meira að segja fram að hápunktur ferilsins hafi verið þegar fræg mynd hans af Jimmy Page, gítarleikara Zeppelin, var sýnd í þjóðarportrettagalleríinu í Lundúnum.

Nánar er fjallað um Ross Halfin í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins. 

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ástæðulaust að fyllast sektarkennd út af þeim hlutum sem ekki eru í þínu valdi að breyta. Reyndu að sýna lipurð og samstarfsvilja og þá muntu ná takmarki þínu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ástæðulaust að fyllast sektarkennd út af þeim hlutum sem ekki eru í þínu valdi að breyta. Reyndu að sýna lipurð og samstarfsvilja og þá muntu ná takmarki þínu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg