„Þau mega enn þá fara út!“

Spjallþáttastjórnandinn Seth Meyers fer yfir viðbrögð íslenskra heilbrigðisyfirvalda við kórónuveirunnu …
Spjallþáttastjórnandinn Seth Meyers fer yfir viðbrögð íslenskra heilbrigðisyfirvalda við kórónuveirunnu í nýju innslagi. Skjáskot/Youtube

„Þau mega enn þá fara út! Og þeirra „út“ er frábært, þau hafa lón og eldfjöll,“ segir spjallþáttastjórnandinn Seth Meyers í nýju innslagi þar sem hann ber saman viðbrögð stjórnvalda nokkurra landa við viðbrögð Donalds Trumps Bandaríkjaforseta og ríkisstjórnar hans. 

Í innslaginu fer Meyers yfir skimun fyrir kórónuveirunni hér á landi og hvernig heilbrigðisyfirvöldum á Íslandi hefur tekist að rekja meirihluta smita sem greinst hafa. Mestan áhuga hefur Meyers þó á aðkomu lögreglunnar að smitrakningunni og vísar hann í frétt bandarísks miðils af rannsóknarlögreglumanninum Gesti K. Pálmasyni sem starfar hjá smitrakningateymi almannavarna. 

Meyers segir það ekki aðeins snilldarlausn til að ná stjórn á útbreiðslu veirunnar heldur sé það einnig frábær hugmynd að glæpaþáttaseríu á Netflix, og gerir um leið góðlátlegt grín að leikaranum Kenneth Branagh. 

Innslagið má sjá hér og kemur Ísland við sögu eftir um það bil fimm og hálfa mínútu:




mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notaðu dagbókina þína, þú veist, þessa sem einhver keypti handa þér fyrir óralöngu. Maki þinn eykur tekjur sínar og fólk kemur til þín færandi hendi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notaðu dagbókina þína, þú veist, þessa sem einhver keypti handa þér fyrir óralöngu. Maki þinn eykur tekjur sínar og fólk kemur til þín færandi hendi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar