Viðurkennir alkóhólisma

Kanye West.
Kanye West. AFP

Tónlistarmaðurinn Kanye West greinir frá því í viðtali við tímaritið GQ að hann er hættur að drekka. Áður en hann hætti að drekka var hann alkóhólisti sem hélt andliti þegar hann drakk en fáir vissu af vandamáli hans. 

West var inni á skrifstofu sinni að vinna að fatalínu þegar hann sá vodka inni í ískáp. „Djöfull þú ert ekki að fara að vinna mig í dag,“ sagði West við sjálfan sig þegar hann ætlaði að fá sér drykk. „Ég hef ekki drukkið síðan ég áttaði mig á að ég þyrfti að taka einn dag í einu.“

West hefur meðal annars verið greindur með geðhvörf en umræða um drykkjuvanda hefur ekki verið hávær. 

„Fólk hefur sagt að ég sé brjálæður, fólk hefur kallað mig ýmislegt en ekki alkóhólista sem heldur andliti. Og ég var að drekka appelsínusafa og vodka á morgnana,“ sagði West. 

Hjónin Kim Kardashian og Kanye West.
Hjónin Kim Kardashian og Kanye West. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Loka