Burt með danskan yfirstéttardraug

„Hvað segir þú gott, Vilmundur minn?“
„Hvað segir þú gott, Vilmundur minn?“ Ólafur K. Magnússon

„Burt með hinar hvimleiðu þéringar í sjónvarpinu!“ stóð í lesendabréfi eftir J nokkurn G í Tímanum snemma árs 1970. „Hvað hafið þið hugsað ykkur, sjónvarpsmenn góðir, að halda lengi líftórunni í þessum danska yfirstéttardraug, sem nú þegar er genginn upp að hnjám hér á Íslandi?“

Ekki voru þó allir á sama máli, eins og fram kom í samtali við Björn Halldórsson leturgrafara í Morgunblaðinu um sama leyti. Hann taldi þvert á móti slæmt hvað þéringar væru mikið að hverfa. „Það vantar kommuna yfir i-ið i mannasiðum, að kunna ekki að þéra.“ Yfirskrift viðtalsins við Björn var: Fegurðin hverfur með öllum þessum hraða.

Vísir kannaði svo málið með formlegum hætti um haustið og niðurstaðan var sú að 49% svarenda vildu leggja niður þéringar en 42% vildu það ekki. 9% voru óviss.

Aldrei lagst formlega af

„Þéringar hafa aldrei lagst formlega af á Íslandi og ýmsir af eldri borgurum, sem ólust upp við að þéra ókunnuga, nota þær enn þótt þeim fari fækkandi,“ segir Guðrún Kvaran prófessor í svari við fyrirspurn á Vísindavefnum árið 2017. „Sum ráðuneytanna nota þéringar í formlegum bréfum og einnig nokkrar opinberar stofnanir.“

Guðrún nefnir einnig hræringar meðal stúdenta í Evrópu á árunum í kringum 1970. „Ólafur Ragnar Grímsson kynntist vafalaust þessum straumum á síðari hluta náms síns í Bretlandi en hann lauk doktorsprófi 1970. Hér heima var hann með þætti í sjónvarpi og þúaði viðmælendur sína fyrstur manna. Sama gerði Vilmundur Gylfason stuttu seinna og vöktu þeir með þessu háttalagi reiði margra sem fannst viðmælendunum sýnd ókurteisi. En þéringar urðu smám saman að lúta í lægra haldi og heyrast ekki lengur í útvarpi og sjónvarpi.“

Nánar er fjallað um þéringar í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins. 

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar