Æðislegt að verða afi í heimsfaraldri

Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn er nýbakaður afi.
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn er nýbakaður afi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir dásamlegt að vera orðinn afi í heimsfaraldri. Víðir varð afi í gær er sonur hans Kristján Orri og Elva Björk Þórhallsdóttir eignuðust stúlku.

Víðir var spurður að því á fundi almannavarna hvernig væri að eignast sitt fyrsta barnabarn önnum kafinn í miðjum heimsfaraldri. „Það er bara æðislegt og gefur mér orku til að endast út þetta tímabil,“ sagði Víðir. „Öll þessi litlu atriði í lífinu skipta miklu máli og það er dásamlegt að fá þetta „boost“ inn í lífið,“ sagði Víðir.

Sumarhátíð í samkomubanni

Unnið er að skemmtilegu verkefni á sumardaginn fyrsta sem nefnist Sumarhátíð í samkomubanni. Verkefnið verður kynnt í vikunni en meðal annars er stefnt að því að hafa stuttmyndahátíð þar sem fjölskyldur geta sent inn sín myndbönd. Þá verður óskað eftir hugmyndum um hvernig fjölskyldur geta gert sér glaðan dag.

Víðir minnti annars á veirulausan klukkutíma í kvöld milli klukkan 20 og 21. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir