Daði vinsælastur í flestum löndum

Margir telja að Daði og Gagnamagnið hefðu farið alla leið …
Margir telja að Daði og Gagnamagnið hefðu farið alla leið og sigrað Eurovision í Rotterdam í ár. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þrátt fyrir að hætt hafi verið við Eurovision-keppnina í ár fóru víða fram vinsældarkosningar. Það er ekki að undra að Daði Freyr okkar Íslendinga hafi víða verið hlutskarpastur í slíkum kosningum. 

Í Noregi, Ástralíu, Svíþjóð, Austurríki og Danmörku sigruðu Daði og Gagnamagnið vinsældarkosningar. 

Í kosningum alþjóðlegra samtaka áhugafólks um Eurovision (OGAE) hafnaði Daði í öðru sæti, á eftir lagi Litháen. Nokkuð miklu munaði á 1. og 2. sæti, meira en hundrað stigum, en 3. sætið, lag Sviss, var aðeins 14 stigum á eftir Daða. 

Í keppni Eurojury, þar sem dómnefnd tónlistarmanna velur sigurvegarann, bar Daði sigur úr bítum. Aðeins einu stigi munaði á Daða og öðru sæti, Sviss. 

Þá sigraði Daði keppni Eurostream örugglega, með rúmlega 130 stigum, en Litháen hafnaði í öðru sæti. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert þar sem þú átt að vera. Haltu ótrauður áfram, þú finnur lykilinn að hamingjunni á ólíklegustu stöðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
3
Kolbrún Valbergsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert þar sem þú átt að vera. Haltu ótrauður áfram, þú finnur lykilinn að hamingjunni á ólíklegustu stöðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
3
Kolbrún Valbergsdóttir