Kristin rokkstjarna trúir ekki lengur á Guð

Jonathan Steingard missti trúna.
Jonathan Steingard missti trúna. skjáskot/Instagram

Fyrr­um kristni tón­list­armaður­inn Jon­ath­an Stein­gard seg­ist ekki leng­ur trúa á Guð. Stein­gard var aðal­söngv­ari kristnu rokk­hljóm­sveit­ar­inn­ar Hawk Nel­son um ára­bil.

Stein­gard seg­ir í langri færslu á In­sta­gram að hann hafi lengi hræðst að greina frá breytt­um skoðunum sín­um. Nú væri kom­inn tími til þess að vera hrein­skil­inn og hefja umræðuna um það að skipta um skoðun. 

„Eft­ir að hafa al­ist upp á kristnu heim­ili, með föður sem er prest­ur, spilað í kristnu bandi og með orðið „krist­inn“ fyr­ir fram­an flest í lífi mínu, finn ég núna að ég trúi ekki leng­ur á Guð,“ skrifaði Stein­gard í færsl­unni. 

Hann seg­ist hafa melt þess­ar hugs­an­ir sín­ar lengi, rætt við vini sína og kom­ist að þeirri niður­stöðu að hann ætlaði að op­in­bera skoðanir sín­ar. 

„Þegar maður er al­inn upp í sam­fé­lagi sem hef­ur sömu trú, og þessi sama trú er svo miðlæg, þá ein­fald­lega verður maður hluti af henni. All­ir nán­ir mér trúðu á Guð, gerðu Jesú Krist að leiðtoga lífs síns og báðu fyr­ir merkj­um og krafta­verk­um, tóku þátt í kirkju­starfi, ung­menn­a­starfi og ráðstefn­um. Þannig að ég gerði það líka,“ sagði Stein­gard. 

Hann sagði að þrátt fyr­ir að hafa al­ist upp á kristnu heim­ili hefði sér ekki liðið vel með hluta af trúnni og seg­ir að bæna­stund­ir á al­menn­um vett­vangi hafi alltaf verið skrítn­ar að hans mati.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vatnsberi

Sign icon Mál sem tengjast ferðalögum, framhaldsmenntun og lögfræði ættu að ganga sérlega vel á þessu ári. Farðu með gát, en þangað sem hugmyndirnar streyma að þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
4
Bjarki Bjarna­son
5
Jill Man­sell
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vatnsberi

Sign icon Mál sem tengjast ferðalögum, framhaldsmenntun og lögfræði ættu að ganga sérlega vel á þessu ári. Farðu með gát, en þangað sem hugmyndirnar streyma að þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
4
Bjarki Bjarna­son
5
Jill Man­sell