Kristin rokkstjarna trúir ekki lengur á Guð

Jonathan Steingard missti trúna.
Jonathan Steingard missti trúna. skjáskot/Instagram

Fyrrum kristni tónlistarmaðurinn Jonathan Steingard segist ekki lengur trúa á Guð. Steingard var aðalsöngvari kristnu rokkhljómsveitarinnar Hawk Nelson um árabil.

Steingard segir í langri færslu á Instagram að hann hafi lengi hræðst að greina frá breyttum skoðunum sínum. Nú væri kominn tími til þess að vera hreinskilinn og hefja umræðuna um það að skipta um skoðun. 

„Eftir að hafa alist upp á kristnu heimili, með föður sem er prestur, spilað í kristnu bandi og með orðið „kristinn“ fyrir framan flest í lífi mínu, finn ég núna að ég trúi ekki lengur á Guð,“ skrifaði Steingard í færslunni. 

Hann segist hafa melt þessar hugsanir sínar lengi, rætt við vini sína og komist að þeirri niðurstöðu að hann ætlaði að opinbera skoðanir sínar. 

„Þegar maður er alinn upp í samfélagi sem hefur sömu trú, og þessi sama trú er svo miðlæg, þá einfaldlega verður maður hluti af henni. Allir nánir mér trúðu á Guð, gerðu Jesú Krist að leiðtoga lífs síns og báðu fyrir merkjum og kraftaverkum, tóku þátt í kirkjustarfi, ungmennastarfi og ráðstefnum. Þannig að ég gerði það líka,“ sagði Steingard. 

Hann sagði að þrátt fyrir að hafa alist upp á kristnu heimili hefði sér ekki liðið vel með hluta af trúnni og segir að bænastundir á almennum vettvangi hafi alltaf verið skrítnar að hans mati.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir