61 árs gamalli Madonnu er drullusama

Madonna kemur til dyranna eins og hún er klædd. Hún …
Madonna kemur til dyranna eins og hún er klædd. Hún birti þessa mynd á Instagram. Skjáskot/Instagram

Söngkonunni Madonnu er alveg sama um hvað öðrum finnst um hana. Hún hefur verið dugleg að ögra síðan hún kom fram á sjónvarsviðið á níunda áratugnum og hefur ekkert breyst í þeim efnum þrátt fyrir að vera orðin 61 árs. 

Á dögunum birti hún mynd af sér á Instagram þar sem hún er í efnislitlum nærfötum og með ljóst hár. Á meðan margir hafa verið í þægilegum heimafötum síðustu vikur lýsti Madonna fatastíl sínum með mynd sem felur afar lítið.  

Söngkonan bjóst við að fá athugasemdir fyrir ögrandi myndina og sendi virkum í athugasemdum strax skýr skilaboð. Henni er nákvæmlega sama um álit annarra. 

„Og fyrir ykkur sem móðguðust á einhvern hátt með þessari mynd vil ég láta ykkur vita að ég útskrifaðist úr Háskólanum mér er drullusama með góðum árangri. Takk fyrir að koma í útskriftina mína,“ skrifað Madonna. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup