Breski leikarinn John Cleese er vægast sagt ósáttur með þá ákvörðun breska ríkisútvarpsins að taka þátt úr gamanþáttaröðinni Hótel Tindastóll (e. Fawlty Towers) úr sýningu. Þátturinn var fjarlægður úr efnisveitu BBC vegna kynþáttaníðs einnar persónu.
Cleese, sem er líklega frægastur fyrir að vera hluti af Monty Python-genginu, er einn höfunda og aðalleikari þáttanna. Segir hann ákvörðun BBC vera huglausa og heigullega. BBC greinir frá.
„Maður hefði vonað að einhver hjá BBC myndi skilja að það eru tvær leiðir til að gera grín að mannlegri hegðun. Önnur er að ráðast beint á hana. Hin er að láta einhvern sem er augljósalega grínpersóna tala fyrir slíkri hegðun,“ tísti leikarinn og var ekki búinn.
„En þetta er ekki bara heimska. BBC er nú rekið af blöndu af markaðsfólki og lítilfjörlegum kerfiskörlum. Áður fyrr starfaði þar fjöldi fólks sem kunni að framleiða sjónvarpsefni — en ekki lengur. Ákvarðanir BBC eru teknar af fólki sem hefur aðallega áhyggjur af því að missa störfin sín.
I would have hoped that someone at the BBC would understand that there are two ways of making fun of
— John Cleese (@JohnCleese) June 12, 2020
human behaviour
One is to attack it directly.
The other is to have someone who is patently a figure of fun, speak up on behalf of that behaviour
Thank of Alf Garnett...
But it's not just stupidity
— John Cleese (@JohnCleese) June 12, 2020
The BBC is now run by a mixture of marketing people and petty bureaucrats
It used to have a large sprinkling of people who'd actually made programmes
Not any more
So BBC decisions are made by persons whose main concern is not losing their jobs...