Vera Lynn látin

Vera Lynn árið 2009.
Vera Lynn árið 2009. AFP

Söngkonan Vera Lynn lést í morgun, 103 ára að aldri. Lynn naut mikillar hylli á tímum síðari heimsstyrjaldarinnar og hélt útitónleika fyrir breska hermenn í Egyptalandi, Indlandi og Búrma. Gekk hún undir viðurnefninu Kærasta hersins (The force's sweetheart). 

Í yfirlýsingu frá fjölskyldu hennar, sem birt var í morgun, segir að það taki fjölskyldu hennar sárt að þurfa að tilkynna um lát einnar ástsælustu söngkonu Breta.

Ferill Lynn stóð lengi. Hún hóf að syngja sjö ára gömul og hélt því áfram til dánardags. Meðal þekktustu laga söngkonunnar eru We'll Meet AgainThe White Cliffs of Dover og There'll Always Be England. Síðasta lag hennar, I Love This Land, var gefið út til minningar um lyktir Falklandseyjastríðsins, milli Breta og Argentínumanna. Árið 2009, þá 92 ára gömul, varð hún sú elsta til að taka sæti á breska vinsældarlistanum þegar safnplata hennar We'll Meet Again: The Very Best of Vera Lynn náði þriðja sætinu á listanum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sumt af því sem þú ert að reyna að afreka er mjög djarft, kannski af því að þú veist að það mun hefja keðjuverkun og líf þitt verður aldrei samt. Vertu opin/n fyrir skoðunum annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sumt af því sem þú ert að reyna að afreka er mjög djarft, kannski af því að þú veist að það mun hefja keðjuverkun og líf þitt verður aldrei samt. Vertu opin/n fyrir skoðunum annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir