Skemmtileg umræða spratt upp á Twitter í dag um fyndinn misskilning netverja þegar þeir voru börn.
„Þegar ég var lítill hélt ég að „eigi leið þú oss í freistni“ í faðirvorinu væri „Eigi legg þú ost í frysti,“ skrifar Þorvaldur S. Helgason, skáld og útvarpsmaður, í twitterfærslu sinni.
Þegar ég var lítill hélt ég að "Eigi legg þú oss í freistni" í Faðirvorinu væri "Eigi legg þú ost í frysti". Hvað er fyndnasti misskilningurinn frá því þegar þið voruð börn?
— Þorvaldur S. Helgason (@dullurass) July 7, 2020
Margir virðast hafa átt í álíka vandræðum með faðirvorið sem börn. „Lítill frændi minn byrjaði faðirvorið alltaf mjög alvarlega á „Það er vor ... þú sem ert á himnum,“ skrifar einn við færslu Þorvalds.
Þá virðast ýmsir lagatextar einnig hafa vafist fyrir mörgum, meðal annars texti KK, Ég fann ást. „Í laginu Ég fann ást eftir KK segir hann e-ð ég vil ást, já ég fann ást og mér heyrðist hann alltaf segja ost og tengdi mjög mikið.“
Í laginu Ég fann ást eftir KK segir hann e-ð ég vil ást, já ég fann ást🎶 og mér heyrðist hann alltaf segja ost og tengdi mjög mikið🧀
— Ragnheiður Kristín (@heidafinnboga) July 7, 2020
Í stað ,,og þau flugu hjá í snatri” í Ég hlakka svo til söng ég ,,og hinn huguldjarfi Snati”. Misskilningur sem ég þorði ekki að viðurkenna í áraraðir. Sem og ,,eldvarnarhátíðin best” í stað ,,enn barnahátíðin best” í laginu Aðfangadagskvöld.
— Tinna Heimisdóttir (@TinnaHeimis15) July 8, 2020
Þá þótti einni það undarlegt að ljón væri notað í hinu íslenska hugtaki meðaljón, en ekki til dæmis hestur eða kind.
Leit ítrekað aftur fyrir mig í skírn litla frænda míns þegar ég var 3 ára. Mamma spyr þá hverju ég sé eiginlega að leita að og þá var ég bara að bíða eftir því að Jesús Kristur myndi mæta á svæðið🤷♀️
— Emilía Einarsss (@EinarsdEmilia) July 8, 2020