„Það er vor ... þú sem ert á himnum“

AFP

Skemmtileg umræða spratt upp á Twitter í dag um fyndinn misskilning netverja þegar þeir voru börn. 

„Þegar ég var lítill hélt ég að „eigi leið þú oss í freistni“ í faðirvorinu væri „Eigi legg þú ost í frysti,“ skrifar Þorvaldur S. Helgason, skáld og útvarpsmaður, í twitterfærslu sinni. 

Margir virðast hafa átt í álíka vandræðum með faðirvorið sem börn. „Lítill frændi minn byrjaði faðirvorið alltaf mjög alvarlega á „Það er vor ... þú sem ert á himnum,“ skrifar einn við færslu Þorvalds. 

Þá virðast ýmsir lagatextar einnig hafa vafist fyrir mörgum, meðal annars texti KK, Ég fann ást. „Í laginu Ég fann ást eftir KK segir hann e-ð ég vil ást, já ég fann ást og mér heyrðist hann alltaf segja ost og tengdi mjög mikið.“


Þá þótti einni það undarlegt að ljón væri notað í hinu íslenska hugtaki meðaljón, en ekki til dæmis hestur eða kind. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir