Neil Young kærir Donald Trump

Kanadíski söngvarinn Neil Young.
Kanadíski söngvarinn Neil Young. AFP

Tónlistarmaðurinn Neil Young hyggst kæra framboð Donalds Trump Bandaríkjaforseta fyrir að spila lög Young án hans leyfis á viðburðum í tengslum við framboðið. 

Young lagði fram kæruna til dómstóls í New York-ríki og sagði forsetann brjóta höfundaréttarlög með notkun sinni á lögunum „Rockin' in the Free World“ og „Devil's Sidewalk“ á pólitískum framboðsfundum. 

Eftir því sem fram kemur á BBC hefur Young áður kvartað undan notkun forsetans á tónlist hans frá árinu 2015, en að forsetinn hafi „af ásettu ráði“ hundsað kvartanir hans. 

Young, sem er ættaður frá Kanada en er bandarískur ríkisborgari eftir áratuga búsetu í Bandaríkjunum, krefst allt að 150.000 dollara, því sem jafngildir rúmum 20 milljónum króna, fyrir hvert brot, meðal annars fyrir spilun laganna á framboðsfundi í Tulsa í Oklahoma í júní og í heimsókn forsetans til Rushmore-fjalls í júlí. 

„Þessari kæru er ekki ætlað að vanvirða réttindi og skoðanir bandarískra borgara, sem hafa það frelsi að styðja þann frambjóðanda sem þeir vilja,“ sögðu lögmenn Young í yfirlýsingu sinni. „Aftur á móti getur stefnandinn ekki með góðri samvisku leyft það að tónlist hans sé notuð sem „titillag“ fyrir sundrandi and-bandarískt framboð sem einkennist af fáfræði og hatri.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup