Neil Young kærir Donald Trump

Kanadíski söngvarinn Neil Young.
Kanadíski söngvarinn Neil Young. AFP

Tón­list­armaður­inn Neil Young hyggst kæra fram­boð Don­alds Trump Banda­ríkja­for­seta fyr­ir að spila lög Young án hans leyf­is á viðburðum í tengsl­um við fram­boðið. 

Young lagði fram kær­una til dóm­stóls í New York-ríki og sagði for­set­ann brjóta höf­unda­rétt­ar­lög með notk­un sinni á lög­un­um „Rockin' in the Free World“ og „Devil's Si­dewalk“ á póli­tísk­um fram­boðsfund­um. 

Eft­ir því sem fram kem­ur á BBC hef­ur Young áður kvartað und­an notk­un for­set­ans á tónlist hans frá ár­inu 2015, en að for­set­inn hafi „af ásettu ráði“ hundsað kvart­an­ir hans. 

Young, sem er ættaður frá Kan­ada en er banda­rísk­ur rík­is­borg­ari eft­ir ára­tuga bú­setu í Banda­ríkj­un­um, krefst allt að 150.000 doll­ara, því sem jafn­gild­ir rúm­um 20 millj­ón­um króna, fyr­ir hvert brot, meðal ann­ars fyr­ir spil­un lag­anna á fram­boðsfundi í Tulsa í Okla­homa í júní og í heim­sókn for­set­ans til Rus­hmore-fjalls í júlí. 

„Þess­ari kæru er ekki ætlað að van­v­irða rétt­indi og skoðanir banda­rískra borg­ara, sem hafa það frelsi að styðja þann fram­bjóðanda sem þeir vilja,“ sögðu lög­menn Young í yf­ir­lýs­ingu sinni. „Aft­ur á móti get­ur stefn­and­inn ekki með góðri sam­visku leyft það að tónlist hans sé notuð sem „tit­il­lag“ fyr­ir sundr­andi and-banda­rískt fram­boð sem ein­kenn­ist af fá­fræði og hatri.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert mínímalískur í hugsunum. Gott er að vera fullkomlega afslappaður og horfa á úr fjarlægð. Dagurinn færir þér dýpri skilning á sjálfum þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Jill Man­sell
5
Unni Lindell
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert mínímalískur í hugsunum. Gott er að vera fullkomlega afslappaður og horfa á úr fjarlægð. Dagurinn færir þér dýpri skilning á sjálfum þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Jill Man­sell
5
Unni Lindell