Páll Óskar: „Ég elska að vera hommi“

„Kynhneigð mín hefur ekkert með það að gera hvort ég …
„Kynhneigð mín hefur ekkert með það að gera hvort ég kjósi að byggja líf mitt upp - eða rústa því“, skrifar Páll Óskar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Ég elska að vera hommi. Ég er mjög sáttur í eigin skinni og ég elska hvern dag sem ég lifi. Þess óska ég fyrir alla, sama hver kynhneigðin er. Punktur.“ Svona hefst pistill sem Páll Óskar Hjálmtýsson tónlistarmaður birtir á Facebook. Í dag ætti Gleðigangan að fara fram en vegna útbreiðslu kórónuveirunnar var henni aflýst. 

„Kynhneigð mín hefur ekkert með það að gera hvort ég kjósi að byggja líf mitt upp – eða rústa því. Ég er frjáls til að gera hvort tveggja eins og mér sýnist. Ég var langt kominn með að rústa lífi mínu um aldamótin 2000, en kaus að byggja það aftur upp á nýtt. Ég er enn að byggja líf mitt upp, enn þann dag í dag. Þessi uppbygging hefur ekki baun með kynhneigð mína eina og sér að gera.“

Kynhneigðin á betra skilið

Páll Óskar segir að hann myndi aldrei gera þá kröfu til kynhneigðarinnar að hún gerði hann hamingjusaman né að hún ætti að vera lykillinn að velferð hans í lífinu.

„Þar með gæti ég skellt skuldinni á kynhneigðina í hvert sinn sem mér mistekst, fokka upp eða verður á fótaskortur. Kynhneigðin mín á betra skilið en að vera gerð að blóraböggli að öllum mínum bömmerum.“

Hommar fjölbreyttur hópur

Þá ræðir Páll Óskar um ameríska blaðagrein sem hann rakst á. Sú bar titilinn „Why I No Longer Want To Be Gay“. Páll Óskar segir að titillinn hafi gert sig bæði forvitinn og sorgmæddan. Greinin er, að mati Páls Óskars, „bullandi sleggjudómur yfir öllum hommum í heiminum“ og segir Páll Óskar að hommar séu gríðarlega fjölbreyttur hópur. Það komi í ljós á Hommaspjallinu á Facebook. 

„Einn besti þráðurinn sem hefur myndast þar var þegar spurt var hver væri atvinna okkar og menntun. Fjölbreytnin sem braust fram í svörunum drap niður þessa goðsögn um að allir hommar væru á einhvern undarlegan hátt steyptir í sama mótið.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Veltu fyrir þér ferðalögum eða búferlaflutningum til fjarlægra staða. Njóttu þessarar góðu tilfinningar en bíddu þó aðeins með að taka mikilvægar ákvarðanir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Karin Härjegård
5
Solja Krapu-Kallio
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Veltu fyrir þér ferðalögum eða búferlaflutningum til fjarlægra staða. Njóttu þessarar góðu tilfinningar en bíddu þó aðeins með að taka mikilvægar ákvarðanir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Karin Härjegård
5
Solja Krapu-Kallio