Hollywood-leikkonan Alyssa Milano byrjaði að finna fyrir einkennum vegna kórónuveirunnar í mars. Nú er hún að glíma við eftirköst veirunnar og segist vera að missa hárið vegna veikindanna fyrr á árinu.
„Datt í hug að sýna ykkur hvað COVID-19 gerir við hárið á ykkur,“ tísti Milano og birti myndskeið af sér greiða á sér hárið með tandurhreinum bursta. Hún greiddi í gegnum hárið á sér nokkrum sinnum og í hvert skipti kom mikið í hárburstann. Milano biðlaði til fylgjenda sína að huga vel að smitvörnum.
Thought I’d show you what #Covid19 does to your hair. Please take this seriously. #WearADamnMask #LongHauler pic.twitter.com/H0wCmzYswV
— Alyssa Milano (@Alyssa_Milano) August 9, 2020
Milano greindi frá því á dögunum að hún hefði greinst með mótefni gegn veirunni sem staðfesti það að hún hefði smitast af kórónuveirunni í mars. Leikkonan sagði að hún hefði aldrei orðið jafn veik og fyrr á árinu. „Ég hélt ég væri að deyja. Mér leið eins og ég væri að deyja,“ sagði Milano þegar hún greindi frá því að hún hefði fundið fyrir ýmsum einkennum veirunnar.
View this post on InstagramA post shared by Alyssa Milano (@milano_alyssa) on Aug 5, 2020 at 12:42pm PDT