Rihanna blá og marin eftir rafskútuslys

Rihanna lenti í slysi á rafskútu.
Rihanna lenti í slysi á rafskútu. AFP

Tónlistarkonan Rihanna sást marin og blá í andlitinu í miðborg Los Angeles á föstudaginn síðasta. Samkvæmt talsmanni hennar lenti tónlistarkonan í smávegis slysi á rafskútu. 

„Það er fullkomlega í lagi með Rihönnu núna en hún féll fram fyrir sig á rafskútu um síðustu helgi og fékk mar á ennið og andlitið. Sem betur fer slasaðist hún ekki alvarlega og virðist vera að ná sér fljótt,“ sagði talsmaðurinn í tilkynningu til People.

Rihanna er ekki fyrsta stjarnan til að slasa sig á rafskútu en Simon Cowell braut nýlega á sér bakið á sambærilegu farartæki.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu þér far um að vera jafn praktískur og þú ert tilfinninganæmur. Reyndu að sýna fyrirmennum eða yfirboðurum almennt kurteisi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu þér far um að vera jafn praktískur og þú ert tilfinninganæmur. Reyndu að sýna fyrirmennum eða yfirboðurum almennt kurteisi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir