Helgi Björns skemmtir þjóðinni

Helgi Björns og félagar verða í glimrandi góðum gír eins …
Helgi Björns og félagar verða í glimrandi góðum gír eins og vanalega. Ljósmynd/Mummi Lú

Helgi Björns heldur áfram að skemmta þjóðinni í beinni útsendingu ásamt Reiðmönnum vindanna og frábærum gestum í nýjum þáttum í vetur. Hægt er að fylgjast með tónleikunum í beinni á mbl.is, en tónleikarnir hefjast kl. 20. 

Fólk þarf ekki að örvænta þótt skemmtistaðir séu lokaðir um helgina því Helgi Björns snýr aftur í Sjónvarp Símans með þáttinn „Það er komin Helgi“, en eins og landsmenn muna sigraði Helgi hug og hjörtu landsmanna í fyrstu bylgju kórónuveirunnar og létti þjóðinni lundina með kvöldvökustemningu í beinni útsendingu.

Sprellum og syngjum

„Ég hlakka til. Það er ekki mikið annað að gera þessa dagana, þannig að þetta er frábært. Þetta er létt framhald og byggt á sama grunni og þættirnir í vor. Við höfum gaman, sprellum og syngjum og fáum góða gesti,“ segir Helgi.

Í þetta sinn verða þættirnir ekki heima hjá Helga heldur sendir út frá Hlégarði í Mosfellsbæ.

„Það er búið að henda mér út í hlöðu,“ segir hann og hlær.

„Ég verð að gera mitt besta til að halda uppi stuðinu um helgina og er sko ekki kominn með leiða á því; þá væri ég löngu hættur. Svo reyni ég alltaf að skemmta sjálfum mér í leiðinni.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert staðráðin/n í að koma hlutunum í verk í dag. Sýndu öðrum þolinmæði og reyndu að sýna meiri skilning og umburðarlyndi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert staðráðin/n í að koma hlutunum í verk í dag. Sýndu öðrum þolinmæði og reyndu að sýna meiri skilning og umburðarlyndi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir