Drottningin grímulaus í fyrstu heimsókn

Elísabet II Englandsdrottning fór í sína fyrstu opinberu heimsókn í langan tíma á fimmtudaginn síðasta. Drottningin og sonarsonur hennar Vilhjálmur Bretaprins heimsóttu rannsóknarstöðina Defence Science and Technology í Porton Down á Suðvestur-Englandi.

Athygli vakti að hvorki drottninginn né prinsinn báru andlitsgrímu en bresk stjórnvöld hafa gefið út þau tilmæli að bera skuli grímu innandyra þar sem erfitt er að halda nándartakmörkunum.

Vilhjálmur Bretaprins og eiginkona hans Katrín hertogaynja hafa verið við störf í nokkra mánuði og iðulega borið andlitsgrímu í heimsóknum.

Buckinghamhöll sagði í tilkynningu að drottningin hefði tekið þá ákvörðun að vera ekki með grímu eftir að hafa ráðfært sig við lækna sína og vísindamenn í Port Down-rannsóknarstöðinni. 

Drottningin var í einangrun ásamt eiginmanni sínum, Filippusi hertoga af Edinborg, á meðan útgöngubann var í Bretlandi. Hún er snúin aftur til starfa í London eftir sumarfrí í Skotlandi en hefur farið í opinberar heimsóknir rafrænt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir