Trump ekki skemmt yfir klámsenu

„Hann kom mér fyrir sjónir sem öfuguggi,“ segir Trump um …
„Hann kom mér fyrir sjónir sem öfuguggi,“ segir Trump um Sacha Baron Cohen. Á kantinum situr Rudy Giuliani, vinur hans, lögmaður og fyrrverandi borgarstjóri New York. AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti segist aldrei hafa verið mikill aðdáandi grínistans Sacha Baron Cohen. Hann var það ekki áður en Borat 2 kom út og hann er það ekki eftir það.

Í Borat 2 er umdeild sena þar sem Rudy Giuliani, fyrrverandi borgarstjóri New York og núverandi lögmaður forsetans, virðist hneppa frá buxunum í aðdraganda þess sem stefnir í að verða ástaratlot á milli hans og konu sem kynnir sig sem blaðamaður. Hún er þó í raun leikari á vegum Cohen og kvikmyndarinnar.

Áður en til kastanna kemur á milli þeirra ryðst Cohen þó inn í gervi Borat og æpir að konan sé aðeins fimmtán ára og að þau eigi að hætta þessu samstundis.

Rudy Giuliani segir efni myndarinnar uppspuna frá rótum.
Rudy Giuliani segir efni myndarinnar uppspuna frá rótum. AFP

Senan hefur ekki verið talin Giuliani til framdráttar og Trump var í gær spurður af blaðamönnum hvað honum þætti um birtingu hennar. „Ég veit ekki hvað gerðist. En fyrir mörgum árum reyndi þessi maður að leika mig grátt. Og ég var sá eini sem þvertók fyrir að leyfa því að gerast. Þetta er loddari og mér finnst hann ekki fyndinn.“

Umrætt atvik segir Trump að hafi átt sér stað fyrir 15 árum: „Hann kom mér fyrir sjónir sem öfuguggi.“

Trump fór ekki nánar út í samskipti sín við Cohen en AFP rifjar það upp að grínistinn hafi nálgast Trump árið 2003 og kynnt fyrir honum viðskiptahugmynd sem gengi út á sérstaka hanska til að borða rjómaís. Þá var Cohen Ali G og Trump sjónvarpsfígúra og auðkýfingur.

Giuliani hefur gefið út yfirlýsingu þar sem hann segir senuna í bíómynd Cohen uppspuna frá rótum, sem sé gersamlega falsaða frá A til Ö. Ekki á nokkrum tímapunkti hafi hann hegðað sér með óviðurkvæmilegum hætti, hvorki fyrir né eftir viðtalið, né heldur meðan á því stóð.

Veirutímar, brókin vex, Borat ekki.
Veirutímar, brókin vex, Borat ekki. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu þér far um að vera jafn praktískur og þú ert tilfinninganæmur. Reyndu að sýna fyrirmennum eða yfirboðurum almennt kurteisi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu þér far um að vera jafn praktískur og þú ert tilfinninganæmur. Reyndu að sýna fyrirmennum eða yfirboðurum almennt kurteisi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir