Klónaði hundurinn Samson eins árs

Samson og Dorrit stuttu eftir heimkomuna til Íslands í sumar.
Samson og Dorrit stuttu eftir heimkomuna til Íslands í sumar. Ljósmynd/Twitter

Samson, hundur forsetafrúarinnar fyrrverandi Dorritar Moussaieff og Ólafs Ragnars Grímssonar, varð eins árs gamall í gær. Samson litli var klónaður eftir Sámi hundi Dorritar og Ólafs sem hélt á vit feðra sinna í byrjun árs 2019.

Dorrit var ekki heima á Íslandi til að fagna áfanganum með Samson. Ólafur fagnaði þó deginum með honum og birti mynd af honum í gær þar sem hann sagði að hann hefði fengið bein til að naga á afmælisdaginn.

Samson kom í heiminn í Bandaríkjunum hvar hann eyddi fyrstu mánuðum ævi sinnar. Hann hitti eigendur sína í fyrsta skipti í byrjun desember árið 2020 og kom svo til Íslands um miðjan júlí á þessu ári. Dorrit hefur sagt í viðtölum að Samson sé alveg eins og Sámur var. 

Fyrsta myndin af Samson.
Fyrsta myndin af Samson. Ljósmynd/ÓRG
Fimm vikna gamall Samson.
Fimm vikna gamall Samson. Ljósmynd/Instagram
Þegar Dorrit og Samson hittust í fyrsta skipti. Samson þá …
Þegar Dorrit og Samson hittust í fyrsta skipti. Samson þá 8 vikna gamall. Skjáskot/Instagram
Samson og Dorrit í snjónum.
Samson og Dorrit í snjónum. Skjáskot/Twitter
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar