Sean Connery er látinn

Sean Connery í hlutverki sínu sem James Bond.
Sean Connery í hlutverki sínu sem James Bond. Ljósmynd/IMdB

Skoski stórleikarinn Sean Connery er látinn, 90 ára að aldri. Connery var sá fyrsti sem lék spæjarann James Bond á hvíta tjaldinu og lék hann í sjö myndanna. 

Ferill Connery var áratugalangur og vann hann til fjölda verðlauna, þar á meðal hlaut hann einn óskar, tvenn Bafta-verðlaun og þrenn Golden Globe-verðlaun. 

Connery var einnig þekktur fyrir leik sinn í myndunum The Hunt for Red October, Indiana Jones and the Last Crusade og The Rock, svo einhver dæmi séu tekin. 

Sean Connery árið 2008.
Sean Connery árið 2008. Ljósmynd/Frazer Harrison

Mörgum þótti Connery besti Bond-leikarinn en hann var gjarnan útnefndur sem slíkur í skoðanakönnunum. 

Hann hlaut Óskarsverðlaun árið 1988 fyrir besta leik í aukahlutverki fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni The Untouchables. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan