Himinlifandi með að missa vinnuna

Alec Baldwin í hlutverki Donalds Trumps.
Alec Baldwin í hlutverki Donalds Trumps. Skjáskot/Youtube

Leikarinn Alec Baldwin er að öllum líkindum að missa vinnuna en síðan árið 2016 hefur hann leikið forseta Bandaríkjanna Donald Trump í bandarísku skemmtiþáttunum Saturday Night Live. Baldwin er ánægður með að missa vinnuna. 

„Ég held að ég hafi aldrei áður verið jafnánægður með að missa vinnuna,“ tísti Baldwin. „Það verður gott þegar við verðum með forseta sem tístir ekki tvisvar sinnum meira en ég geri.“

Þrátt fyrir að vera ánægður með að missa vinnuna fannst honum skemmtilegt að bregða sér í líki Donalds Trumps. „Þetta hefur verið skemmtilegt,“ tísti hann og birti svarthvíta mynd af sér í líki Trumps. 

Baldwin er að öllum líkindum ekki alveg hættur. Trump verður forseti þangað til í janúar. Aðdáendur Baldwins hafa líklega ekki séð leikarann setja á sig hárkollu og brúnkukrem í síðasta skipti. 



mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert staðráðin/n í að koma hlutunum í verk í dag. Sýndu öðrum þolinmæði og reyndu að sýna meiri skilning og umburðarlyndi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert staðráðin/n í að koma hlutunum í verk í dag. Sýndu öðrum þolinmæði og reyndu að sýna meiri skilning og umburðarlyndi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir