Covid-ástandið hentar ágætlega

Arnaldur Indriðason hefur sent frá sér 24 bækur á jafnmörgum …
Arnaldur Indriðason hefur sent frá sér 24 bækur á jafnmörgum árum. mbl.is/Árni Sæberg

Hvað sem líður hörm­ung­um og hremm­ing­um sem ganga yfir þjóðfé­lagið geta lands­menn gengið að því vísu að 1. nóv­em­ber ár hvert kem­ur út ný bók eft­ir Arn­ald Indriðason. Þannig hef­ur það verið síðustu 24 ár og ekki er út­lit fyr­ir að það breyt­ist á næst­unni að sögn rit­höf­und­ar­ins.

Nýj­asta bók Arn­ald­ar kall­ast Þagn­ar­múr og í aðal­hlut­verki þar er lög­reglumaður­inn Kon­ráð sem kom­inn er á eft­ir­laun. Eins og í mörg­um bók­um sín­um á seinni árum horf­ir Arn­ald­ur nokkuð til fortíðar í þess­ari sögu og tekst hon­um einkar vel að teikna upp sögu­sviðið á ljós­lif­andi hátt. Að þessu sinni flakk­ar sag­an milli nútíðar og fortíðar. Þegar gengið er á höf­und­inn kem­ur í ljós að hörm­ung­ar kór­ónu­veirunn­ar eru þó enn nokkuð fjarri skrif­um hans.

Enn þá að kynn­ast Kon­ráði

Þú hef­ur stund­um tekið ýmis sam­fé­lags­mál inn í sög­ur þínar. Má vænta þess að næsta bók þín lit­ist að ein­hverju leyti af áhrif­um kór­ónu­veirunn­ar á ís­lenskt sam­fé­lag?

„Nei, ekki að sinni. Næstu bæk­ur um Kon­ráð, þær gætu orðið þrjár í viðbót, ná ekki lengra en til ár­anna 2018 og 2019 eða þar um bil þannig að ég þarf að bíða aðeins með að fjalla um þessa ótrú­legu og erfiðu og leiðin­legu tíma,“ seg­ir Arn­ald­ur.

Bækur Arnaldar Indriðasonar hafa selst í yfir 500 þúsund eintökum …
Bæk­ur Arn­ald­ar Indriðason­ar hafa selst í yfir 500 þúsund ein­tök­um hér á landi og yfir 15 millj­ón­um ein­taka um heim all­an. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Þagn­ar­múr er fjórða bók­in um fyrr­ver­andi lög­reglu­mann­inn Kon­ráð auk þess sem hann kom við sögu í einni bók áður. Eft­ir því sem les­and­inn kynn­ist hon­um bet­ur verður Kon­ráð ein­hvern veg­inn sí­fellt minna geðsleg­ur. Um leið vek­ur saga hans og gerðir for­vitni og les­and­inn kann að hafa samúð með sumu því sem hann ger­ir. Arn­ald­ur er spurður hvort þetta sé allt með ráðum gert eða hvort hann móti per­són­una bet­ur með hverri bók.

„Hug­mynd­in var að búa til lög­reglu­mann sem væri ekki all­ur þar sem hann er séður. Galla­grip sem elst upp við mjög erfiðar aðstæður og á af þeim sök­um ef til vill svo­lítið bágt með að vera stál­heiðarleg­ur eins og kraf­an er að lög­reglu­menn séu. Eins og prest­ar hrein­lega. Kon­ráð er það ekki og mér fannst eitt­hvað varið í að hafa hann ólík­an Er­lendi að því leyt­inu,“ seg­ir Arn­ald­ur og vís­ar til lög­reglu­manns­ins sem var aðal­per­són­an í mörg­um af þekkt­ustu bók­um hans. Ekk­ert hef­ur spurst til Er­lend­ar hin síðari ár og óvíst er hvort hann er lífs eða liðinn.

„Síðan auðvitað ger­ist það að les­end­ur fá að kynn­ast Kon­ráði bet­ur með hverri bók og afstaðan til hans get­ur verið ólík frá einni bók til annarr­ar,“ bæt­ir höf­und­ur­inn við.

Sag­an ekki full­mótuð í upp­hafi

Þegar þú byrj­ar að segja frá Kon­ráði og for­sögu hans, ligg­ur þá allt sögu­sviðið fyr­ir? Í Þagn­ar­múr spyr maður sig til að mynda hvort teng­ing per­sóna í aðalplotti sög­unn­ar (líks­ins í veggn­um) og föður Kon­ráðs sé löngu ráðin eða hvort þú hlaðir bara svona utan á þetta í ró­leg­heit­un­um? Þá gæti maður líka spurt sig hvort nóg sé eft­ir eða hvort Kon­ráð fari brátt að leysa gát­una um lát föður síns...?

„Mér finnst best að skrifa hverja bók þannig að ég viti ekki fyr­ir­fram alla sög­una. Ein­hver sagði: ef ég vissi hvert ég væri að fara, þá færi ég ekki þangað. Það er ágæt regla fyr­ir mig.

Þagn­ar­múr er eig­in­lega fram­hald Stúlk­unn­ar hjá brúnni og ég mun halda áfram með þann þráð í næstu Kon­ráðsbók. Sú saga sem ég segi í þess­ari bókaröð er ekki full­mótuð þegar ég legg af stað. Hún skýrist æ bet­ur fyr­ir mér eft­ir því sem henni vind­ur fram og þá á ég við sögu Kon­ráðs. Bæk­urn­ar eru þó samd­ar þannig að þær geta staðið sem sjálf­stæð rit­verk.

Ráðgát­an um morðið á föður Kon­ráðs verður leyst á end­an­um. Það tek­ur tíma að vinda ofan af því.“

Covid-ástandið hef­ur áhrif

Arn­ald­ur sagði í viðtali við Morg­un­blaðið fyr­ir tveim­ur árum að hann hefði mark­visst dregið úr ferðalög­um til að kynna bæk­ur sín­ar og að sér þætti gott að geta dregið sig í hlé. Nú er ástandið í heim­in­um þannig að fólk á þess varla kost að ferðast og raun­ar er fólki helst uppálagt að vera heima hjá sér.

Hent­ar þetta Covid-ástand þér ekki ágæt­lega? Þurft­irðu að af­lýsa mörg­um heim­sókn­um á bóka­hátíðir úti í heimi?

„Já, það er í frosti eins og annað. En ástandið hent­ar rit­höf­und­um ágæt­lega. Þeir hafa það best í ein­angr­un. Það er eðli­legt ástand í lífi þeirra sem vinna við að skrifa eina bók á hverju ári. Hins veg­ar hef­ur þetta Covid-ástand áhrif á mann eins og aðra í sam­fé­lag­inu og maður von­ar auðvitað að þess­um bylgj­um fari að linna.“

Spilaði golf á Skaga­strönd

Talandi um Covid-ástand. Þú hef­ur talað um ánægju þína af ferðalög­um um Ísland. Í fyrr­greindu viðtali fyr­ir tveim­ur árum nefnd­irðu þetta ein­mitt en jafn­framt að nær ófært væri orðið um landið fyr­ir fjölda ferðamanna. Náðirðu að sæta lagi í sum­ar þegar fátt var um er­lenda ferðamenn? Eitt­hvað sem stóð upp úr?

„Við ferðuðumst eins mikið og við mögu­lega gát­um og sáum að aðrir Íslend­ing­ar gerðu það einnig. Fór­um vítt um land í frá­bæru veðri. Veit ekki hvort eitt­hvað eitt stend­ur upp úr. Golfið á Skaga­strönd. Mat­ur­inn í Vest­manna­eyj­um. Það er hvergi betra að ferðast en á Íslandi á sumr­in þegar sól­in skín.“

Hlust­ar ekki á hljóðbæk­ur

Tals­vert hef­ur verið skrifað um erfiða stöðu bók­ar­inn­ar. Bók­sala virðist á niður­leið hér á landi en nú ber svo við að viðreisn­ar virðist von með hljóðbók­inni. Hvernig líst þér á þá þróun að hljóðbæk­ur njóti sí­fellt meiri vin­sælda en prentuðu bæk­urn­ar sí­fellt minni? Hlust­arðu sjálf­ur á hljóðbæk­ur eða held­urðu þig við papp­ír­inn?

„Ég held mig al­farið við papp­ír­inn. Hljóðbók­in er mjög áhuga­verð viðbót. Mér skilst að þar sé að finna að mörgu leyti nýja neyt­end­ur á bæk­ur, sem er gott.“

Kem­ur sjálf­um sér enn á óvart

Á næsta ári verður liðinn ald­ar­fjórðung­ur frá út­gáfu fyrstu bók­ar þinn­ar. 25 ár. Það set­ur hlut­ina í sam­hengi. Ertu eitt­hvað far­inn að huga að því að slaka á eða er alltaf jafn gam­an að skrifa? Er yf­ir­höfuð gam­an að skrifa eða er þetta bara orðið vani?

„Já, þetta er lang­ur tími. Ég held áfram á meðan hug­mynd­irn­ar detta í koll­inn á mér. Það get­ur aldrei orðið að vana að skrifa skáld­sög­ur. Það er alltaf krefj­andi og maður stend­ur frammi fyr­ir nýj­um áskor­un­um í hvert sinn sem maður sest niður við skrift­ir.

Ég held áfram á meðan ég get komið sjálf­um mér á óvart fram­an við tölv­una. Þá er gam­an að vera rit­höf­und­ur.“

Gleðitíðindi að fá Rún­ar

Arn­ald­ur hef­ur ekki farið leynt með það að hann er dygg­ur stuðnings­maður enska knatt­spyrnuliðsins Arsenal. Það hlýt­ur því að vera fagnaðarefni að Íslend­ing­ur­inn Rún­ar Alex Rún­ars­son sé nú geng­inn til liðs við Skytt­urn­ar. Ekki var nú faðir hans alslæm­ur knatt­spyrnumaður á sinni tíð...
Rúnar Alex Rúnarsson.
Rún­ar Alex Rún­ars­son. Ljós­mynd/​arsenal.com

„Því­lík gleðitíðindi! Ég hef haldið með Arsenal síðan 1970 og Íslend­ing­ar hafa spilað með liðinu í gegn­um tíðina og núna er röðin kom­in að Rún­ari. Sá hann standa sig vel í Arsenalmark­inu í Evr­ópu­keppn­inni um dag­inn og vænti þess að hann fái að spila meira. Faðir hans var auðvitað frá­bær knatt­spyrnumaður eins og all­ir vita,“ seg­ir Arn­ald­ur.

Viðtalið birt­ist í Morg­un­blaðinu 12. nóv­em­ber.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vatnsberi

Sign icon Heppnin er með þér núna, svo virðist sem tekjur þínar muni aukast á næstu sex vikum. Reyndu að sýna þeim sem eru í kring um þig þolinmæði og umburðarlyndi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Jill Man­sell
5
Unni Lindell
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vatnsberi

Sign icon Heppnin er með þér núna, svo virðist sem tekjur þínar muni aukast á næstu sex vikum. Reyndu að sýna þeim sem eru í kring um þig þolinmæði og umburðarlyndi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Jill Man­sell
5
Unni Lindell