Biden og Harris manneskjur ársins hjá Time

Joe Biden og Kamala Harris.
Joe Biden og Kamala Harris. AFP

Næsti forseti og varaforseti Bandaríkjanna, Joe Biden og Kamala Harris, eru manneskjur ársins 2020 hjá Time-tímaritinu. Tilkynnt var um valið í gær.

Biden og Harris voru valin úr hópi fjögurra einstaklinga eða hópa. Aðrir sem komu til greina voru heilbrigðisstarfsmenn í framlínunni ásamt sóttvarnalækni Bandaríkjanna, Anthony Fauci, hreyfingar sem hafa barist gegn kynþáttahyggju og Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.

Á forsíðu Time-tímaritsins í gær eru þau Biden og Harris undir fyrirsögninni „Breyta sögu Bandaríkjanna“. 

Time hefur veitt þessi verðlaun á hverju ári frá árinu 1927. Með þeim er tímaritið að heiðra einstakling eða hópa sem hafa haft mest áhrif á fréttaflutning, hvort heldur til hins betra eða verra, á árinu sem er að líða.

Í gær útnefndi Time LeBron James íþróttamann ársins og kóreska strákabandið BTS var valið skemmtikraftur ársins. Í fyrra var það Greta Thunberg sem var valin manneskja ársins af Time en Trump var persóna ársins árið 2016.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert staðráðin/n í að koma hlutunum í verk í dag. Sýndu öðrum þolinmæði og reyndu að sýna meiri skilning og umburðarlyndi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert staðráðin/n í að koma hlutunum í verk í dag. Sýndu öðrum þolinmæði og reyndu að sýna meiri skilning og umburðarlyndi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir