Tom Cruise tók æðiskast á tökustað

Tom Cruise á frumsýningu Mission: Impossible árið 2018. Cruise leggur …
Tom Cruise á frumsýningu Mission: Impossible árið 2018. Cruise leggur sig allan fram við að allt gangi upp á tökustað nýjustu myndarinnar um Ethan Hunt. AFP

Kórónuveiran hefur sett strik í reikninginn við gerð nýjustu nýjustu Mission: Impossible-myndarinnar. Hollywoodstjarnan Tom Cruise á mikið undir að allt gangi vel. Cruise missti stjórn á skapi sínu og öskraði á starfsmenn á setti í Bretlandi á dögunum eftir að hann sá þá brjóta sóttvarnareglur. 

„Ef ég sé ykkur gera þetta aftur þá eruð þið farnir heim. Og ef einhver á þessu setti gerir hið sama er þetta búið. Og þú og þú og þú, aldrei gera þetta aftur,“ öskraði Cruise á starfsfólkið eftir að tveir menn virtu ekki tveggja metra regluna þar sem þeir stóðu við tölvuskjá. Breski miðillinn The Sun hefur hljóðupptöku af Cruise öskra undir höndum. 

Tom Cruise í tökum Mission: Impossible í Feneyjum í október.
Tom Cruise í tökum Mission: Impossible í Feneyjum í október. AFP

Alls urðu um 50 manns í kvikmyndaveri í Bretlandi vitni að æðiskasti leikarans. Cruise var mjög reiður enda hefur hann lagt mikið á sig sem aðalleikari og framleiðandi myndarinnar til þess að allt gangi upp við erfiðar aðstæður. 

Cruise hélt áfram að lesa yfir starfsfólki sínu og sagði framleiðsluteymi hans hafa búið til viðmið sem framleiðslufyrirtæki í Hollywood færu nú eftir.

„Ég er í símanum öll kvöld við öll andskotans kvikmyndaverin, tryggingafélög, framleiðendur og allir horfa til okkar og nota okkur til að gera kvikmyndir. Við erum að skapa þúsundir starfa, hálfvitarnir ykkar. Ég vil aldrei sjá þetta aftur. Aldrei!“

Tom Cruise með grímu í tökum á áhættuatriði í Feneyjum.
Tom Cruise með grímu í tökum á áhættuatriði í Feneyjum. AFP

Í spilaranum hér fyrir neðan má heyra Cruise lesa yfir starfsfólki sínu. Hann sagði framtíð kvikmyndaiðnarins vera í þeirra höndum. Til að gera ræðuna dramatískari sagði hann að fullt af fólk væri að missa vinnuna, hús sín og hefði ekki efni á menntun eða mat fyrir börn sín vegna samdráttar í kvikmyndaiðnaðinum. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir