Trump dáðasti maður Bandaríkjanna

Trump stígur dans á kosningafundi í haust.
Trump stígur dans á kosningafundi í haust. AFP

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, endar árið sem dáðasti maður landsins. Fer hann þar með fram úr Barack Obama, fyrrum Bandaríkjaforseta, sem undanfarin tólf ár hefur vermt toppsætið. Þetta kemur fram í niðurstöðum könnunar Gallup, sem gerðar voru opinberar í dag. 

Fram kmeur að 18% þeirra sem tóku þátt í könnuninni sögðust dást mest af Trump, en til samanburðar var sú tala um 15% fyrir Obama. Næstur á eftir þeim var verðandi forseti landsins, Joe Biden, með stuðning 6% svarenda. 

Næstir á eftir þremenningunum voru sóttvarnalæknirinn Anthony Fauci og Frans páfi. Meðal efstu tíu á listanum voru körfuboltamaðurinn Lebron James, öldungardeildarþingmaðurinn Bernie Sanders og stofnandi Microsoft Bill Gates. 

Þetta er í tíunda skipti sem Trump nær inn á efstu tíu sætin á listanum. Áður en hann fór að láta að sér kveða í pólitík var hann við toppinn árin 1988, 1989, 1990 og 2011. Biden hefur einu sinni áður náð inn á listann. Það var árið 2018. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Loka