Helena setti allt á hliðina hjá Helga

Helena Eyjólfs var í miklu stuði.
Helena Eyjólfs var í miklu stuði. Ljósmynd/Aðsend

Helena Eyjólfsdóttir kom í heimsókn í hlöðuna til Helga Björns og Reiðmanna vindanna í gærkvöldi.

Helena, sem er í kringum áttrætt, sló algerlega í gegn og lék als á oddi í sjónvarpsþættinum vinsæla „Það er komin Helgi“. Hún renndi í sín þekktustu lög og þær Salka Sól tvírödduðu hið ástsæla sönglag „Hvíta máva“.

Svo skellti allur hópurinn sér á skíði í laginu „Hoppsa bomm“ sem flestir þekkja sem „Á skíðum skemmti ég mér“ og þá var kátt í hlöðunni.

Helena hóf ung söngferil sinn og hefur frá mörgu að segja í gegnum glæsilegan feril, lengst af með hljómsveit Ingimars Eydal sem var ein vinsælasta danshljómsveit Íslands fyrr og síðar.

Helgi Björns.
Helgi Björns. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar