Rithöfundurinn Sjón var sæmdur heiðursorðu lista og bókmennta af sendiherra Frakklands á Íslandi, Graham Paul, í dag.
Athöfnin fór fram í franska sendiherrabústaðnum við Skálholtsstíg.
Viðstaddir athöfnina voru fjölskylda og vinir skáldsins.
Orða þessi er veitt til þess að heiðra þá sem skara fram úr í list- eða bókmenntasköpun jafnt í Frakklandi sem annars staðar.