Lýsti alvarlegri vanlíðan

Meghan og Harry eru hertogahjónin af Sussex.
Meghan og Harry eru hertogahjónin af Sussex. AFP

Hertogaynjan af Sussex, Meghan Markle, segir að lífið innan bresku konungsfjölskyldunnar hafi verið svo erfitt að um tíma hafi hún ekki viljað lifa lengur. Harry prins og Meghan komu fram í sjónvarpsþætti Opruh Winfrey hjá CBS sem var sýndur í nótt og lýsti Meghan erfiðu lífi innan hirðarinnar. 

Harry og Meghan eiga von á stúlku en fyrir eiga …
Harry og Meghan eiga von á stúlku en fyrir eiga þau Archie. AFP

Viðtalið var mjög persónulegt en þar kom meðal annars fram að Meghan var neitað um aðstoð þegar hún glímdi við mikla og alvarlega andlega vanlíðan. 

Um tveggja tíma langt viðtal var að ræða og þar ræddi Meghan meðal annars um áhyggjur innan konungsfjölskyldunnar af hörundslit Archies, syni Meghan og Harrys, en faðir Meghan er hvítur en móðir hennar svört. 

Hjónin Harry og Meghan.
Hjónin Harry og Meghan. AFP

Hún segir að sjálfsvígshugsanirnar hafi verið stöðugar og alvarlegar og aldrei vikið frá sér. Þetta kom fram í máli Meghan þegar hún lýsti áhrifum af stöðugu áreiti af hálfu illgjarnra slúðurblaða og samfélagsmiðla. Þegar Ophrah spurði hana hvort þessar hugsanir hefðu leitað á hana á meðgöngu játaði Meghan því og lýsti því hversu mikið þetta hræddi hana. 

Líkt og kom fram á mbl.is í nótt höfðu einhverjir innan konungsfjölskyldunnar áhyggjur af hörundslit Archies. 

Eftir að hafa óvænt tekið ákvörðun um að flytja til Norður-Ameríku hefur Meghan, sem áður starfaði sem sjónvarpsleikkona í Bandaríkjunum, verið lýst í einhverjum breskum fjölmiðlum, sem einþykkri og spilltri og þau hjónin harðlega gagnrýnd fyrir þessa eigingirni að afsala sér réttindum og yfirgefa hirðina. 

Viðtalið í gær er talið það stærsta í sögu bresku konungsfjölskyldunnar frá því móðir Harrys, Díana prinsessa, steig fram og lýsti endalokum hjónabands síns og Karls árið 1995. 

Brúðkaupsmynd af hertogahjónunum af Sussex, Harry og Meghan.
Brúðkaupsmynd af hertogahjónunum af Sussex, Harry og Meghan. AFP

Harry talaði í viðtalinu um að hann væri mjög miður sín yfir því hvernig faðir hans hefði tekið á málum hans og Meghan. Eins að hann héfði áhyggjur af bróður sínum, Vilhjálmi, sem er fastur í viðjum einræðisins. „Þau fá ekki að fara og ég hef mikla meðaumkun með þeim vegna þess,“ sagði Harry meðal annars í viðtalinu við Opruh Winfrey. 

Winfrey á að hafa selt CBS viðtalið fyrir 7-9 milljónir bandaríkjadala. Viðtalið verður sýnt á bresku sjónvarpsstöðinni ITV í kvöld.

Von á lítilli stúlku

Harry og Meghan eiga von á barni og var upplýst um kynið í viðtalinu en það er lítil stúlka á leiðinni. 

Meðal þess sem var rætt í viðtalinu er orðrómur um að Meghan hafi komið Katrínu, eiginkonu Williams, til að gráta skömmu fyrir brúðkaup Meghan og Harry. Þessu hafi verið öfugt farið og það hafi allir vitað innan hirðarinnar sagði Meghan í viðtalinu. Þetta hafi ekki skipt neinu máli heldur snúist um klæðnað stúlkna sem báru blóm við brúðkaupið. Hún sjálf hafi farið að gráta og Katrín beðið hana afsökunar. Þetta hafi hins vegar markað upphaf árása hirðarinnar í hennar garð og að fólk innan fjölskyldunnar hafi verið tilbúið til að ljúga upp á hana til að vernda aðra innan fjölskyldunnar. 

Oprah Winfrey, Meghan og Harry á samsettri mynd.
Oprah Winfrey, Meghan og Harry á samsettri mynd. AFP

Nýlega var greint frá því að Meghan væri til rannsóknar grunuð um að hafa lagt starfsfólk konungsfjölskyldunnar í einelti, en það mál kom upp eftir að þátturinn var tekinn upp.

Sunday Times greindi frá því í gær að Elísabet Englandsdrottning ætlaði ekki að horfa á þáttinn og hafði blaðið eftir ónafngreindri heimild að þetta væri eins og sirkus.

Ef ein­stak­ling­ar glíma við sjálfs­vígs­hugs­an­ir er bent er á hjálp­arsíma Rauða kross­ins, 1717. Einnig má hafa sam­band við Píeta-sam­tök­in sem veita ókeyp­is ráðgjöf í síma 552-2218.

Margir fylgdust með viðtalinu.
Margir fylgdust með viðtalinu. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir