Höllin tekur ummæli Meghan „mjög alvarlega“

Meghan, Harry og Elísabet Englandsdrottning árið 2018.
Meghan, Harry og Elísabet Englandsdrottning árið 2018. AFP

Buckinham-höll segist hafa áhyggjur af málum tengdum kynþáttafordómum sem hertoginn og hertogaynjan af Sussex hafa vakið athygli á. Farið verður yfir málin í einrúmi innan konungsfjölskyldunnar.

Í yfirlýsingu kemur fram að það geti verið misjafnt hvernig fólk minnist ákveðinna hluta en að þau ummæli sem voru sett fram í viðtalinu við Oprah Winfrey séu „tekin mjög alvarlega“, að því er BBC greindi frá. 

Að sögn Buckingham-hallar er konungsfjölskyldan leið yfir því að heyra hversu erfið síðustu ár hafa verið fyrir þau Harry og Meghan. „Harry, Meghan og Archie verða alltaf elskaðir meðlimir fjölskyldunnar,“ segir í tilkynningunni.

Forsíður bresku blaðanna fjalla flestar um viðtal Meghan og Harry …
Forsíður bresku blaðanna fjalla flestar um viðtal Meghan og Harry við Oprah Winfrey. AFP

Buckingham-höll hafði legið undir þrýstingi um að bregðast við ummælum Meghan um að Harry hafi verið spurður af meðlimi konungsfjölskyldunnar „hversu dökk“ húð sonar þeirra, Archies, gæti orðið.

Síðar sagði Harry við Winfrey að hvorki drottningin né hertoginn af Edinborg hefðu sett fram ummælin.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar