Samfélagsmiðlastjarnan Sigurjón Baltasar Vilhjálmsson, betur þekktur sem Bassi Maraj, heldur áfram að valda usla á samfélagsmiðlinum Twitter.
Í fyrradag tók hann Bjarna Benediktsson fyrir þar sem hann kallaði fjármálaráðherrann meðal annars svindlara og spurði hvar nýja stórnarskráin væri.
Þræðinum svaraði síðan Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði, þar sem hann sagði Bassa ekkert leggja til málefnalegrar umræðu:
„Þú hefur engar hugmyndir, aðeins runu af ókvæðisorðum. Hvernig eigum við að skapa verðmæti? Tryggja frelsi og fjölbreytni? Framfarir? Hagvöxt? Engin svör, aðeins blótsyrði á hrognamáli,“ svaraði Hannes.
Bassi brást við með því að segja Hannesi að hafa sig hægan, þar sem hann ætti skjáskot af grindr-spjalli þeirra á milli. Grindr er stefnumótaforrit fyrir hinsegin fólk: „Jésus hannes hver hleypti þér á Twitter og áður en þú ferð að rífa þig þá á ég ss af grindr spjallinu okkar.“
Áhrifavaldurinn og vinur Bassa, Brynjar Steinn Gylfason, tók í sama streng og svaraði á þræðinum með „já ég líka“.
Svör Bassa til bæði Bjarna Benediktssonar og Hannesar Hólmsteins hafa vakið gríðarleg viðbrögð á Twitter og er svar Bassa til Hannesar nú með yfir 1.200 læk á miðlinum.
Þú hefur engar hugmyndir, aðeins runu af ókvæðisorðum. Hvernig eigum við að skapa verðmæti? Tryggja frelsi og fjölbreytni? Framfarir? Hagvöxt? Engin svör, aðeins blótsyrði á hrognamáli.
— Hannes H. Gissurarson (@hannesgi) March 26, 2021
já ég líka
— BRYNJAR (@binniglee) March 26, 2021