Tískuhönnuðurinn Alber Elbaz er látinn, 59 ára gamall, eftir baráttu við Covid-19.
„Ég varð fyrir áfalli og varð um leið einstaklega sorgmæddur þegar ég heyrði af skyndilegum dauða Albers,“ sagði Johann Rupert, formaður fyrirtækisins Richemont.
Tískublaðamaðurinn Suzy Menkes minntist á andlát Elbaz á instagramsíðu sinni og sagði að hann hefði látist eftir þriggja vikna glímu við sjúkdóminn.
Alber Elbaz, a Moroccan-born Israeli fashion designer who rejuvenated Lanvin and had recently launched his own venture, AZ Factory, is dead at 59. https://t.co/kkzx9e1wcx
— The New York Times (@nytimes) April 25, 2021
Elbaz var ísraelskur en fæddist í Marokkó. Hann var við stjórnvölinn hjá franska tískurisanum Lanvin í 14 ár, eða til ársins 2015.
Á meðal þeirra sem klæddust kjólum hans voru hollywoodstjörnurnar Cate Blanchett og Sienna Miller.