Alber Elbaz látinn af völdum Covid-19

Alber Elbaz árið 2012.
Alber Elbaz árið 2012. AFP

Tískuhönnuðurinn Alber Elbaz er látinn, 59 ára gamall, eftir baráttu við Covid-19.

„Ég varð fyrir áfalli og varð um leið einstaklega sorgmæddur þegar ég heyrði af skyndilegum dauða Albers,“ sagði Johann Rupert, formaður fyrirtækisins Richemont.

Tískublaðamaðurinn Suzy Menkes minntist á andlát Elbaz á instagramsíðu sinni og sagði að hann hefði látist eftir þriggja vikna glímu við sjúkdóminn.

Elbaz var ísraelskur en fæddist í Marokkó. Hann var við stjórnvölinn hjá franska tískurisanum Lanvin í 14 ár, eða til ársins 2015.

Á meðal þeirra sem klæddust kjólum hans voru hollywoodstjörnurnar Cate Blanchett og Sienna Miller.

AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir