Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens fær bóluefni á morgun. Bubbi greinir frá þessu á Twitter og segist ætla að þiggja bóluefni AstraZeneca sem margir hafa hræðst. Bubbi er fæddur árið 1956 og verður því 65 ára á þessu ári.
Gefnir verða um 25 þúsund skammtar af bóluefni vegna kórónuveirunnar í þessari viku, ef áætlanir ganga eftir. Verður þetta þá stærsta vikan í bólusetningum til þessa.
„AstraZeneca er bóluefni sem margir hafa heyrt um og sumir hálfhræðast, þar á meðal ég, nú ætla ég að stíga inn í óttann og láta sprauta mig í fyrramáli[ með opinn faðminn,“ skrifar Bubbi.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir fer einnig í bólusetningu á morgun og mun hann líkt og Bubbi fá bóluefni AstraZeneca.
Astra zeneca er bóluefni sem margir hafa heyrt um og sumir hálf hræðast þar á meðal ég,nú ætla ég að stíga inní óttann og láta sprauta mig í fyrramáli með opin faðminn 🙏💪🍀🍀 pic.twitter.com/nO4PaNtsL9
— Bubbi Morthens (@BubbiMorthens) April 27, 2021